Leynilíf
Ég á mér ekki leynilíf eftir allt saman - jú nema það sem ég vil halda frá ykkur ;)
En þau ykkar sem þjáðust mikið yfir óútskýrðum launum á reikningnum mínum en þá er ég komin með skýringu. Ekki að ég fatti þá skýringu því kemur að sé einhver persónuuppbót frá tveimur vinnustöðum sem ég var að vinna á þessu ári.
Já það þarf kannski að bæta mér það upp að ég skuli vera ég.
En góðu fréttirnar eru þær að þetta er minn peningur eftir allt saman og er því ríkari en ég bjóst við. Alltaf gott að fá svona auka í desember!
###
Að öðru eins og venjulega - er að skemmta mér í Öskju. Sit og á að vera að læra. Stal mér ágætis sæti frá einum samnemenda (hún hefur sitt sæti buhhuu) en allavega erum að minnsta kosti 3 hérna. Stefni á að vera hérna þangað til ég hryn niður.
Líka svo þægilegt að geta síðan bara keyrt heim!
Er alveg að fíla að vera á jeppanum hans pabba alveg þangað til stærri jepparnir taka fram úr mér......
mánudagur, desember 03, 2007
Birt af Linda Björk kl. 00:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli