BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, desember 15, 2007

Próflokadjamm

Þrátt fyrir annir í prófum og verkefnum þá sækir maður nú eitthvað í félagslífið.

Allavega í gær var haldið míni jólaboð í umhverfis og auðlindafræðinni þar sem nemendur og kennarar hittust.

Var afskaplega stutt en alveg notalegt og einn kennari minn benti mér á að hringja sem fyrst í einn aðila vegna hugsanlega lokaverkefni hjá mér....

en síðan var próflokapartý um kvöldið hjá okkur nemendum - þrátt fyrir að margir séu ekki búnir og þar á meðal ég :(

ákvað samt að kíkja í smá stund - sem var alveg fínt!

Eitt sem mér finnst stór furðulegt en undanfarið bæði í skólanum og svo í gærkveldi þá hef ég verið spurð að því hvort ég sé Íslendingur.

Mér finnst þetta afskaplega eðlileg spurning þegar ég er í útlöndum og fólk spyr hvaðan ég sé... en hérna heima á Íslandi - finnst það eitthvað svo undarlegt því finnst eitthvað svo sjálfsagt að fólk viti að ég sé Íslendingur, tala nú ekki um þegar maður talar íslenskulegu enskuna sína - þessi með harða framburðinum :)

0 Mjálm: