BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, desember 14, 2007

Yes

Búin að skila ritgerðinni - er reyndar ekki fullkomin sátt við hana en er það sjaldanst.

En þegar ég var búin að prenta ritgerðina út og hefta þá tók ég eftir að á forsíðunni var ég með eitt enskt orð en annars er þessi ritgerð á íslensku. Fannst það frekar skondið en lagaði forsíðu og prentaði hana aftur út...

Í dag þegar ég var líka komin í Öskju þá setti ég heyrnatólin í eyrun eins og vanalega. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fattaði að ég hafði ekki kveikt á ipodnum og var því ekki að hlusta á tónlist.

já er utan við mig og þreytt líka.

En nú er það ein ritgerð í viðbót sem á víst að skila á morgun og svo eitt próf.

bleh...

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

já, þessir skrítnu námsmenn. á að taka mark á því sem þið lærið ef þið eruð svo utan við ykkur að þið takið ekki eftir að tónlistin sem þið hlustið á er engin.

Linda Björk sagði...

hahaha einmitt..... er náttúrulega alltaf goðsögnin um prófessorana sem eru svo utan við sig að þeir vita varla í þennan heim né annan.... well núna veit maður hvernig þeir urðu þannig ;)