Bömmer
Úrið mitt stopp og ég er að fara í próf á fimmtudaginn!
Ekki má hafa símann til þess að fylgjast með tímanum og því verður maður bara að vona að sé klukka í stofunni sem ég verð í. Man ekki hvort kellurnar segja þegar er eftir klukkutími af prófinu eða álíka.
Finnst líka gott að reyna skipuleggja mig eftir tímanum. Að ég hafi ekki meira en hálftíma á þessa spurningu o.s.frv.
En jæja... ég ætla nefnilega ekki að gefa mér tíma til þess að fara til úrsmiðs og athuga með batterýið :)
###
Er að rembast við að lesa undir próf.
Ritgerð á hold á meðan.... en tókst að skrifa "slatta" í nótt. Gat nefnilega ekki sofnað og stað þess að liggja andvaka var tölvan tekin fram og tíminn nýttur. Sofnaði líka vel eftir það ;)
en já fá sér kvöldmat eða halda áfram að lesa....
þriðjudagur, desember 11, 2007
Birt af Linda Björk kl. 22:19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Spurning um að splæsa á 1 stk. batterí í gripinn eða bara fá lánað hjá öðrum.
jú jú ég mun eflaust splæsa batteryi en eins og ég sagði þá mun ég ekki gefa mér tíma til þess að fara tili þess að framkvæma þetta ;)
Skrifa ummæli