Fíkill
Á þriðjum jólum datt ég allhressilega í það.
Gjörsamlega kolféll og var að á annan sólarhring.
Á laugardaginn fór ég svo austur til þess að reyna ná mér svolítið, lá í bústað hjá mömmu með hausverk og þreytt vegna lélegs matarræðis og lítin svefn.
Eftir að ég kom tilbaka hef ég reynt að sýna stillingu og tekið því rólega. Passað mig á að borða og sofa nóg.
já ég horfði á fyrstu tvær seríurnar í Grey´s Anatomi á einum og hálfum sólarhring - það eru um 37 þættir sem allir eru um 40 mínútur.
Ég er gjörsamlega kolfalinn fyrir þessum þáttum og hef enn nokkra til þess að horfá á - er að verða hálfnuð með 3 seríu.
###
Að öðru - jólin voru góð að öðru leyti. Ég kláraði jólabókina á jóladegi en er heldur óhress með þýðinguna, er mikið að spá hvort ég eigi að hafa samband við útgefanda til þess að kvarta. Finnst þetta ansi mikil lítilsvirðing fyrir lesendur bókarinnar að hafa ekki lagt meiri metnaði í hana.
Á minnsta kosti einum stað kom setning sem ég er ekki enn búin að skilja en það sem mér finnst verst er að þýðandinn var alltaf að rugla saman nöfnum. Þegar átti að vera talað um Kathy var Kelly nefnd og á einum stað þegar ég hélt að væri að kynna til sögunnar nýja persónu þá komst maður stuttu síðar að því að hann hafði bara ruglað nafni aftur... Ég varð verulega pirruð á þessu og eyðilagði mjög mikið lesturinn fyrir mér :(
###
En já svona á seinasta degi ársins á maður þá ekki að vera jákvæður en það er svo sem gott að pústa út aðeins líka :)
En já hafið það gott um áramótin - ég fer til pabba í kalkún og vona að systkinabörnin mín komi þangað lika svo ég geti knúsað þau aðeins meira á árinu sem er að líða.
mánudagur, desember 31, 2007
mánudagur, desember 24, 2007
sunnudagur, desember 23, 2007
Jólafrí
Merkilegt finnst eins og ég þurfi að gera eitthvað og núna er eitthvað ekki eins gaman að gera ekki neitt :)
Er búin að pakka öllu inn, skrifa á jólakort, þrífa og kaupa inn "mat" - þannig að ég er búin að öllu nema að koma pökkunum frá mér já og ákveða í hverju ég á að vera á morgun - væri best bara að vera í náttbuxunum og flíspeysunni hahaha
En lætur mig ekki í friði að ég þurfi að gera eitthvað.....hmm.....
kannski maður leggji sig bara - eftir allt þá vaknaði ég klukkan átta í morgun!
laugardagur, desember 22, 2007
Jólaþrif
Þá eru þrifin búin og búin að setja upp jólaskrautið :)
Eftir er jólakortaskrif og pakka inn gjöfum.
Veit að ég er allt alltof sein með þessi jólakort en oh well... þau komast til skila á endanum.
föstudagur, desember 21, 2007
Rusl
Sit hérna í ruslinu eða öllu heldur ligg og nenni ekki að gera neitt.
Megna ekki að gera neitt, allt lærdómsdraslið út um allt og nenni ekki að taka það til.
Enda líka hafði það af að fara í jólagjafaleiðangur í dag og klára allt nema ömmu og er bara þreytt!!!
En það kemur dagur eftir þennan dag og svo dagur eftir þann dag og hægt að laga til og þrífa þá...
verst með jólakortin
BÚIN
Koma og skeina......
Er búin í prófum........... jaaabbbiiiidaabbbaaadúúúú....
Ætlaði svo að fara beina leið eftir próf og kaupa seinustu jólagjafirnar því nenni því sko alls ekki um helgina.... en nei brunað heim og ætla að leggja mig....
já það er góð hugmynd!
Jólafrí jóla jóla jólafrí :)
fimmtudagur, desember 20, 2007
12,5 klukkustundir
Mikið rosalega hlakka ég til eftir 12,5 klukkustundir.
Já því þá verð ég komin í jólafrí og fæ frí í 2 vikur. Enginn smá munaður þar.
Er reyndar ekki búin að vera dugleg að lesa í dag - skil þetta ekki og skil ekki skuggaverð, get ómögulega skilið það.
Skil ekki afvöxtunarstuðull en skil betur discount rating sem á víst (held ég) að vera sami hluturinn.
Veit hvað sunk cost er og Net present value, social surplus, consumer surplus og producer surplus en er ekki viss hvernig reikna það út þótt ég viti hvað það er.
en já þá er bara að taka þetta próf í nefið..... já eða þannig.
miðvikudagur, desember 19, 2007
Próflestur
Próflesturinn er ekki búin að vera með besta móti í dag og aðeins 50% árangur af takmarkinu sem ég setti mér er búin.
Er búin að vera með hangandi haus og mjög þreytt og engin orka.
Ætlaði að reyna að læra eitthvað núna en held sé betra að fara að sofa og reyna eiga betri dag á morgun.
Var meira segja svo rugluð í dag að ég ætlaði í Skipholtið en tókst að fara í Ármúlann í staðinn. Má segja að ég hafi villst.... usss
Rugl
Algjört rugl í gangi!
Fór "snemma" að sofa í gær eða kringum miðnætti og vaknaði síðan stuttu síðar og var andvaka.
Það er náttúrulega bara tómt rugl.
En gerir það að verkum að ég er að deyja úr þreytu núna og ætlaði svo að vera útsofin!
urrr....
þriðjudagur, desember 18, 2007
Fjörfiskur
Er búin að vera með fjörfisk í hægra auga síðan um helgina.
Það er svoldíð böggandi!
Held að líkaminn sé algjörlega að gefast upp á mér.
Yessssss
Það hafðist - var að skila ritgerðinni inn.
Þá er "bara" eftir að lesa undir eitt próf og mæta svo í prófið.
En fyrst á dagskrá er svefn.
mánudagur, desember 17, 2007
Óþolandi
Skrapp í búð áðan því ég þurfti að kaupa jólagjöf sem ég þarf síðan að senda norður. Nema eftir búðaferðina þá fattaði ég að ég hefði gleymt ábyggilega helmingnum af því sem ég ætlaði að kaupa.
Hvernig er þetta hægt?
Ég þarf greinilega að gera lista í hvert sinn sem ég fer út í búð til þess að komast heim með að minnsta kosti 80% af því sem ég þarf. Spurning hvort þetta sé líka kannski eitthvað tengt verkefnavinnunni og prófunum.
Núna langar mig svo í eitthvað að narta - eitt af því sem ég ætlaði að kaupa í búðinni en ekki sjens að ég nenni út til þess að kaupa eitthvað....
bleh... er svo ekki að nenna þessari ritgerð....
Sögur
Skutlaðist til mömmu í kvöldmat.
Þar voru mér sagðar sögur , pointið í enda sögunnar var þannig: Verður að passa að lesa ekki yfir þig því fólk getur verið mjög lengi að jafna sig eftir það ef það á annað borð tekst.
Mitt svar við því...
hvernig í ósköpunum get ég lesið yfir mig þegar ég næ ekki einu sinni að lesa allt efnið fyrir mig!
hahaha
###
En tókst að gera glósur úr þessum #$%&%% kafla og því verð ég núna að snara fram einni ritgerð eða svo á no time (helst í nótt) og fara að lesa undir þetta próf. En upphafleg áætlun gerði ráð fyrir vikutíma í undirbúning fyrir þetta próf sem er ekki að gerast.
Af hverju tekur allt lengri tíma en maður heldur að það taki?
Er ég bara svona léleg í að áætla kannski eða bara lengji að öllu - lengur en flestir?
sunnudagur, desember 16, 2007
Dauði og djöfull
Hvernig datt mér í hug að fara í áfanga í hagfræðideildinni?
ok mér datt það svo sem ekki í hug en hvernig datt mér þá í hug að halda áfram!
Við sem sátum áfangan ákváðum að skipta köflum á milli okkar og gera glósur upp úr honum. En núna er ég búin að sitja í allan dag að reyna að gera þetta helv.... og dett alltaf í það þýða bara þennan kafla.
Plús það þá er ég að eyða ógnartíma í þetta og þessi kafli er ekki einn af mikilvægustu og stór efast að kemur eitthvað úr honum þar sem kennarinn hafði engan tíma til þess að fara yfir hann.... urr
og það kemur á móti að flestir mundu þá kannski bara sleppa því að lesa hann og lesa glósurnar úr honum í staðinn.
ansans vitleysa er þetta!
laugardagur, desember 15, 2007
Próflokadjamm
Þrátt fyrir annir í prófum og verkefnum þá sækir maður nú eitthvað í félagslífið.
Allavega í gær var haldið míni jólaboð í umhverfis og auðlindafræðinni þar sem nemendur og kennarar hittust.
Var afskaplega stutt en alveg notalegt og einn kennari minn benti mér á að hringja sem fyrst í einn aðila vegna hugsanlega lokaverkefni hjá mér....
en síðan var próflokapartý um kvöldið hjá okkur nemendum - þrátt fyrir að margir séu ekki búnir og þar á meðal ég :(
ákvað samt að kíkja í smá stund - sem var alveg fínt!
Eitt sem mér finnst stór furðulegt en undanfarið bæði í skólanum og svo í gærkveldi þá hef ég verið spurð að því hvort ég sé Íslendingur.
Mér finnst þetta afskaplega eðlileg spurning þegar ég er í útlöndum og fólk spyr hvaðan ég sé... en hérna heima á Íslandi - finnst það eitthvað svo undarlegt því finnst eitthvað svo sjálfsagt að fólk viti að ég sé Íslendingur, tala nú ekki um þegar maður talar íslenskulegu enskuna sína - þessi með harða framburðinum :)
föstudagur, desember 14, 2007
Yes
Búin að skila ritgerðinni - er reyndar ekki fullkomin sátt við hana en er það sjaldanst.
En þegar ég var búin að prenta ritgerðina út og hefta þá tók ég eftir að á forsíðunni var ég með eitt enskt orð en annars er þessi ritgerð á íslensku. Fannst það frekar skondið en lagaði forsíðu og prentaði hana aftur út...
Í dag þegar ég var líka komin í Öskju þá setti ég heyrnatólin í eyrun eins og vanalega. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fattaði að ég hafði ekki kveikt á ipodnum og var því ekki að hlusta á tónlist.
já er utan við mig og þreytt líka.
En nú er það ein ritgerð í viðbót sem á víst að skila á morgun og svo eitt próf.
bleh...
Þreytt
Þar kom að því að ég uppgötvaði ókosti að hafa bíl - jamm svona tryllitæki þurfa víst bensín.
Annars er ég þreytt þreytt þreytt og langar mest að skríða undir sængina mína og sofa.
En það er ekki í boði þar sem ég stóð ekki við það sem ég lofaði í gær. Var búin að ákveða að heim skyldi ég ekki fara fyrr en ritgerð væri búin. og ég sveik það. Klukkan tvö í nótt var ég búin að fá nóg og ákvað að fara heim.
Þannig að nú er bara að rispa þessu af og skila í hádeginu!
Yes I can do it...
Nema óveðrið stoppi mig!
fimmtudagur, desember 13, 2007
Yfirsetukonur
Prófið í morgun gekk alveg þokkalega. Lenti reyndar í vondu sæti, var alltof framarlega. Ég vil nefnilega helst hafa yfirsýn yfir stofuna og ALLS EKKI vera svona nálægt þessum konum sem sitja yfir prófunum.
Stórmerkilegast fannst mér þegar yfirsetukona benti stráknum sem náði sér í "nestið" sitt sem var twix að fara fram til þess að opna pakkninguna því það kæmi svo mikil hávaði af því. En fyrir þann tíma hafði hún haft opið fram þar sem hellings af nemendum sátu og voru að læra með tilheyrandi skvaldri ásamt hávaðanum í ræstingarliðinu sem er greinilega alltaf á fullu á fimmtudagsmorgnum í odda þannig að hávaðinn var töluverður meðan hún var eitthvað á spjallinu við hina yfirsetukonuna.
Þannig að strákurinn úr lögfræðideildinni sem sat ská á móti mér var heldur spaugilegur þegar hann setti upp heyrnartólin - já svona eins og verkamenn nota sem vinna í miklum hávaða.
Þegar um klukkutími var liðinn af prófinu birtist inn í stofunni "strákur" og fyrsta sem ég hugsaði - djíi hvernig meikar einhver að koma klukkutíma of seint í próf.....
En nei nei þá var þetta bara einn kennari úr lögfræðideildinni - hahaha
miðvikudagur, desember 12, 2007
Einbeitingarleysi
Er búin að tapa öllu því sem heitir einbeiting - ef ég hafði einhvern tíman slíkt.
Get með engu einbeitt mér að lesefninu sem ég þarf að lesa og er að fara í próf á morgun!
Bleh - les nokkrar setningar og svo eftir smástund farin að hugsa um eitthvað allt annað, eða kíkja á tölvuna nú eða blogga.
Hræðilegt.
Er líka þreytt en finnst verra með einbeitingarleysið.
þriðjudagur, desember 11, 2007
Bömmer
Úrið mitt stopp og ég er að fara í próf á fimmtudaginn!
Ekki má hafa símann til þess að fylgjast með tímanum og því verður maður bara að vona að sé klukka í stofunni sem ég verð í. Man ekki hvort kellurnar segja þegar er eftir klukkutími af prófinu eða álíka.
Finnst líka gott að reyna skipuleggja mig eftir tímanum. Að ég hafi ekki meira en hálftíma á þessa spurningu o.s.frv.
En jæja... ég ætla nefnilega ekki að gefa mér tíma til þess að fara til úrsmiðs og athuga með batterýið :)
###
Er að rembast við að lesa undir próf.
Ritgerð á hold á meðan.... en tókst að skrifa "slatta" í nótt. Gat nefnilega ekki sofnað og stað þess að liggja andvaka var tölvan tekin fram og tíminn nýttur. Sofnaði líka vel eftir það ;)
en já fá sér kvöldmat eða halda áfram að lesa....
mánudagur, desember 10, 2007
Ljúft
Oh hvað það væri ljúft ef einhver kæmi með mat til mín niðri í skóla.
Blessuðu kaffistofurnar loka um hálf fjögur þannig að mat þarf maður því að redda sér annarsstaðar.
En ég verð víst bara að láta mig dreyma..... um þessa þjónustu.
Verð síðan þá bara að svelta eða redda mér kvöldmat einhversstaðar.
Lög
Jæja þá er að fara lesa lög....
Gamanið stoppar aldrei ;)
Er orðin rangeyg af þreyttu af að horfa á tölvuskjá....
Hnútur
Jæja það kom að því.
Nú er að fæðast stór og mikil kvíðahnútur í maganum á mér.
Aðallega vegna ritgerðar sem ég er að vinna í núna - veit ekkert hvað ég á að gera, held ég hafi misskilið frá upphafi og er í tómu tjóni.
En mun samt henda einhverju á blað....
sunnudagur, desember 09, 2007
Alþingisumræður
Jæja búin að þrælast í gegnum umræður - og er á lífi!
Sumt var alveg skemmtilegt að lesa og áhugavert að hafa akkúrat komið sömu spurningar þar og ég hef verið að pæla í.
Verst fannst mér þó að hafa ekki alveg fengið svarið sem ég var að leita eftir sem ég vissi þó fyrir.
En er komin með 16 bls í word af þessum umræðum....pffff
Then
Orð tileinkuð systur minni :)
Jæja - held ég sé svona nokkuð búin með eina ritgerð og er að byrja á þeirri næstu. Það gengur en gengur alltof hægt - þyrfti nefnilega að fara að lesa undir próf.
En akkúrat núna er ég að reyna að lesa mér til um umræður á Alþingi - já jafn spennandi og það hljómar.
Ef ég blogga ekki fljótlega þá er ég sennilegast dáin úr leiðindum!
###
En annars átti ég indælan tíma með systurdóttur minni í gær, þurfti reyndar einu sinni að byrsta mig aðeins við hana því hún var alltaf að drekka baðvatnið en það var með freyðibaði og varð hún eitthvað súr greyið. Þegar ég spurði hana hvort hún væri í fýlu út í mig þá sneri hún sér aðeins undan til þess að hugsa málið og hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að það tæki því ekki :)
Pössunin var hinsvegar ekki alveg að kostnaðarlausu fyrir systur mína því hún var fengin til þess að lesa yfir ritgerðina mína þar sem orðið then kom víst alloft fyrir.
Hvað get ég sagt - tek oft ástfóstur við eitthvað orð svona án þess að vita það.
En fyndnasta kommentið sem systirin sagði um ritgerðina var að hún "lyktaði" svoldið af vinstri grænum. (Man reyndar ekki hvort hún sagði lyktaði en allavega var svona touch af) - en það fannst mér frekar skondið.
laugardagur, desember 08, 2007
Séð
Nú sá ég við ipodnum.
Battery að klárast en tók með hleðslutækið.
Sá við þessu öllu saman!
En kannski spurja nokkrir sig að því hvur fjandanum er hún að gera með ipodinn og vesenið á því úr því að hún sé með tölvuna sína með sér á annað borð.
Jú svarið við því að er ekki búin að henda inn itunes á nýju tölvuna og því ekki með tónlistina í tölvunni.
Svona in case you were wondering ;)
En það verður semsagt gert í jólafríinu.
Vann
Haldið ekki að ég hafi unnið Harry Potter bók í jóladagatali Glitnis.
Gerðist líka akkúrat fyrir 8 árum síðan að ég vann fyrstu bókina um hann Harry Potter sem varð til þess að ég kynntist honum og þeim félögum.
Þá þarf ég bara að eignast síðan hinar 5 svo ég eigi allt safnið.
En já komin aftur upp í skóla - á frekar erfitt með að koma mér hingað snemma :( en stundum er gott að fara heim því þá koma inn nýir vinklar eða viðbætur sem manni hafði ekki dottið í hug.
Góðar stundir!
föstudagur, desember 07, 2007
hahaha
hmm.... sumir greinilega búnir að eyða alltof miklum tíma hérna í Öskju.
Hvernig veit ég það?
jú þegar manneskjan búin að taka dótið sitt saman og klæðir sig í fer síðan en snýr tilbaka því fattaði það að hún þyrfti víst skóna sína líka.
nei var ekki ég.
Ég sit sem fastast!
Stuð
Stuð á föstudagskvöldi í Öskju.
já já
Spurning hvenær diskóljósin byrja.
Blóta því smá að ég drekki ekki áfengi - gengi kannski betur með skrifin á ritgerðinni eftir einhverja sopa ;)
###
Svona til þess að dreifa huganum aðeins þá er ég búin að skrifa fréttabréf til stelpnanna - ekki veitir af þar sem ein býr í útlöndumn og tvær eru dreifbýlistúttur.
já ritgerð....
Athyglisbrestur
Ég hef athygli í svona 2 mínútur en þá lít ég upp úr því sem ég er að gera og skoða hvort sé eitthvað annað spennandi!
Óþolandi.
Annars poppaði afturhlerinn á bílnum upp í nótt þegar ég var að keyra heim. Mjög gaman á Miklubrautinni, var nú þónokkur umferð miða við að klukkan var að verða eitt. hmm.... spurning hvort pabbi fari að rukka bílinn eftir að hafa lesið þetta ;) hehe
Hitti nágrannakrakkana í bænum í gærkveldi eftir að ég var búin að vinna. Einn af strákunum sagði mér að þau hefðu verið á pítunni en þegar hann fann maur eða einhverja pöddu í sinni pítu þá hafi hann misst lysinta. ojjj bara!
En já þá er að lesa aðeins meira og svo skrifa....
er með ipod fullhlaðinn þannig að hann ætti að duga langt fram á nótt.
ónei
Batteryið á ipodnum var að klárast!
Spurningum um að koma sér heim þá....
eða kannski hlusta á bylgjuna í smá tíma.......
fimmtudagur, desember 06, 2007
Vesen á mér
Er að bölva mér í sand og ösku hérna.
Er alltaf svo hryllilega lengi og sein að koma mér að verki. Var að komast á smá skrið með verkefni í dag þegar ég þurfti að fara að vinna - týpískt.
Svo er ég svo ekki að koma mér að verki núna - eftir vinnu.
Langar mest bara að halla mér upp í rúm. En það er ekki boði enda sit ég í Öskju að reyna að gera eitthvað af viti.
Held að heimilið mitt verð bara bannað fram að 21. des
Loksins
Loksins eru fyrirlestrar búnir og við tekur verkefnavinna/ritgerðavinna og próflestur. Að sjálfsögðu lauk fyrirlestrum í hagfræði og heimspekideild í síðustu viku en raunvísinda og verkfræðideildin í þessari viku. En já áfram með smjörið víst....
###
Er svo glöð að ég skuli ekki lengur vera með verki.
Allan þriðjudaginn var ég heima hjá mér með bévítans verki í síðunni - mjög undarlegt miða við ef ég hef eitthvað tognað eða snúið mig. Var ábyggilega svipað og einhver mundi koma reglulega og snúa hníf í sári.
mánudagur, desember 03, 2007
Leynilíf
Ég á mér ekki leynilíf eftir allt saman - jú nema það sem ég vil halda frá ykkur ;)
En þau ykkar sem þjáðust mikið yfir óútskýrðum launum á reikningnum mínum en þá er ég komin með skýringu. Ekki að ég fatti þá skýringu því kemur að sé einhver persónuuppbót frá tveimur vinnustöðum sem ég var að vinna á þessu ári.
Já það þarf kannski að bæta mér það upp að ég skuli vera ég.
En góðu fréttirnar eru þær að þetta er minn peningur eftir allt saman og er því ríkari en ég bjóst við. Alltaf gott að fá svona auka í desember!
###
Að öðru eins og venjulega - er að skemmta mér í Öskju. Sit og á að vera að læra. Stal mér ágætis sæti frá einum samnemenda (hún hefur sitt sæti buhhuu) en allavega erum að minnsta kosti 3 hérna. Stefni á að vera hérna þangað til ég hryn niður.
Líka svo þægilegt að geta síðan bara keyrt heim!
Er alveg að fíla að vera á jeppanum hans pabba alveg þangað til stærri jepparnir taka fram úr mér......
sunnudagur, desember 02, 2007
Ný pera
Já þá er það orðið ljóst að ég get ekki skipt um ljósaperur heima hjá mér en get vel sett saman eitt stykki sófaborð og svo fullt af stólum.
Útiljósið fór hjá mér um daginn og eftir að hafa fengið lánaðan stiga hjá nágrönnunum þá byrjaði ég að bisast við þetta en gat með engu móti náð kúplinum af.
Hringdi því í pabba!
Sem kom og ekkert mál en ég var með ranga peru til þess að setja í ljósið því var farið á stúfana eftir peru nema hvað ég keypti of langar.
Fór því aftur í dag til þess að athuga með peru sem gekk og voru þær settar á réttan stað og tókst að setja kúpulinn á sinn stað.
En að öðru - fékk fyrirfram jólagjöf í gær sem ég gat síðan ekki látið vera í kassanum og setti því upp eitt stykki sófaborð.
Fór síðan til mömmu í mat og eftir það voru stólar settir saman hjá henni. Því er mér illt í hendinni í dag.
###
Notaði mér síðan það að vera á bílnum hans pabba því dýnan sem er búin að vera fyrir utan hjá mér í hartnær 2 mánuði var tekin og farin með á Sorpu. Þrátt fyrir góða hugmynd hjá Guðmundu að binda snæri í hana og taka með mér í strætó þá ákvað ég að nota bílinn í það. En dýnan var búin að bíða eftir því að vera sótt í þessa 2 mánuði nota bene.
###
Að enn öðru en ég er með einhver óútskýrð laun á reikningnum hjá mér, fékk útborgað í gær og var ekki alveg sátt því það var minna en ég var búin að reikna út en svo þegar ég athugaði reikninginn minn í dag þá eru launin mín komin inn en þá veit ég ekki hvaðan hitt kom.
Ég á mér kannski leynilíf, svo leynilegt að ég veit ekki einu sinni um það og fæ laun fyrir!
hmmm...... þarf að skoða þetta mál!