BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Systursonurinn

Litli sæti systursonurinn er 3 nóttina sína á barnaspítalanum í nótt. En vonandi verður þeim mæðginum sleppt út og heim á morgun. Færði litlu systur eitthvað að borða í dag og hékk síðan með henni og gekk um ganga spítalans í dag. Voru langar göngur fram og tilbaka, í þeim tilgangi að svæfa þann stutta sem var þrjóskari en ég veit ekki hvað.

En er enn að hneyksluð á kennara systur minnar. En hún skrifaði kennurum sínum tölvupóst í dag til þess að láta vita að hún kæmist ekki í tíma og annað þar sem hún væri með son sinn á barnaspítalanum og hefði verið með síðan um helgina. Því ekki komist í tölvu strax.

Nema hvað hún fékk svar frá einum kennaranum sínum á þá leið að í fyrsta lagi væri nú hægt að komast í tölvur, væri bæði í unglingaherberginu og foreldraherberginu þannig að væri nú ekki mikil afsökun.

Þvílíkt fífl segi ég og skrifa, að honum skuli detta í hug að svara svona. Hann veit nákvæmlega ekkert hvað er í gangi hvort að sonur hennar væri lífshættulega veikur, slasaður eða annað. Þessi tölvupóstur hefði verið nóg til þess að brjóta manneskju niður eftir hræðilegar raunir. Er heldur kannski ekki alveg fyrsta hugsun hjá manneskju með veikt barn, já skólinn gengur fyrir þess fyrir utan komst hún voða lítið frá barninu þar sem hann vildi mest láta halda á sér og svaf lítið.

Trúi bara ekki enn að nokkur maður skuli svara svona og vera svona ótilitssamur.
###

En jæja búin að tappa af og þá er að fara að læra en skellti mér niður í skóla eftir vinnu til þess að læra þar sem ég stal líka bílnum af litlu systur. Ég meina ekki er hún að nota hann föst upp á spítala ;)

jamm er svo næs!

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

en leitt að heyra með litla skinnið hann frænda þinn :-( vonandi batnar honum fljótt. ´
ég hef alla samúð með henni systur þinni ég veit hvað það er að vera með veikt barn og geta lítið sem ekkert fyrir það gert nema vera til staðar og svo kemur svona óheyrans fjölskylduvandamál einhvers kennara í gegnum tölvupóst til hennar. hann ætti að líta sér nær þetta óbermi og og láta önugheit sín ekki bitna á fólki sem er að reyna að gera sitt besta. en það er ekki öllum gefið að geta tekið tillit til tilfinninga annarra. ég hef sagt það og segi aftur FÓLK ER FÍFL.
allavega þessi kennari.
það geta nú ekki allir verið svona frábærir eins og við Linda mín
hilsen Bella