BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, nóvember 03, 2007

Flutningar

Ég var að hjálpa vinum í dag að flytja í sveitina, í tilefni þess fór ég í sveitafötin - lopapeysuna. En þess má geta að hún var í raun brúðkaupsföt í sumar.

En allavega íhugaði það að hlekkja mig við dyrnar hjá þeim í mótmælaskyni við að þau væru að flytja í sveitina en ákvað svo að hjálpa í staðinn.

Held við höfum verið hátt 3 klst að fylla RISA stóra flutningabílinn en samt tókst ekki að taka alveg allt dótið. En svo bara um klukktíma að tæma hann.

people - er sko ekki hægt að kvarta yfir drasli hjá mér ef/þegar ég flyt næst :)

Svo var ég bara föst í sveitinni í dálítin tíma, prófaði að fara Bónus í sveitinni líka, svoldíð sveitó fólk en fittaði inn í lopapeysunni minni með húfuna hahahaha yeah right!

En held svei mér þá að þau eigi bara eftir að raða inn í skápa og jafnvel endurraða í eldhússkápa.

Svo er ég bara fyrst í pottinn þegar hann kemur hjá þeim og já í sturtu líka ;)

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

cool gott að vita að einhver hjálpaði til að koma sveitadurgunum á sinn stað. Ég er bara að sinna börnum og buru og einu stykki ritgerð þar sem samverkakona mín í ritgerðarsmíðinni var einnig í sveitinni. En ég er vel á veg kominn svo ekki er hægt að kvarta. þá var ein í að sinna vinum mínum sem hafa ekki veitt af hjálpinni og ég sá um ritgerðarsmíð fyrir okkur báðar getur þetta verið betra segi það nú bara en aftur að ritgerðinni ble á meðan Bella

Ella Bella sagði...

tjellan bara feitt dugleg alltaf að hjálpa í flutningum.

Verst að lestina er ekki byrjuð að ganga á milli :D