Læra
Jæja komin niður í skóla til þess að læralæralæralæralæralæra.
Tók hellings af nesti með mér og verður því ekki farið heim fyrr en það er búið og ég orðin svöng aftur.
Því er spurning hvort um kappsát verði hér eða lærdómur ;)
###
Átti viðtal við kennara minn um daginn sem sagði að næsta önn liti rosa vel út fyrir mig - eru kannski að fá gestakennara sem er sérfræðingur í þjóðgörðum. Vona ekkert smá að sá kennari komi svo var eitthvað meira spennandi í boði.
Hún spurði mig meðal annars að því hvernig mér gengi í einu ákveðnu fagi og þegar ég sagði við hana að ég hefði komist að því um daginn að þegar kennarinn kenndi á íslensku (en ekki ensku eins og vanalega) þá fattaði ég að ég skildi það ekkert frekar. Henni fannst það frekar fyndið og spurði hvort hún mætti segja umræddum kennara þetta hehehe
Var alls ekki að setja út á kennarann heldur það að efnið er ekki alveg mitt ;)
en já.... ég kom víst hingað til þess að læra en ekki að rausa....
laugardagur, nóvember 24, 2007
Birt af Linda Björk kl. 13:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
LOL, þversögnin hér. Neðsta setningin og svo koma þrír póstar á eftir :D
en ég þekki þetta, maður fer greinilega bara að blogga ef maður er ekki heima hjá sér
sko maður þarf að taka sér annað slagið pásu. Svo er svo langt líka á milli færslna ;) fyrst 2 klst svo 3,5 klst og svo reyndar um klukkustund!
:)
Skrifa ummæli