Fjölgun
Já nóvember hefur heldur betur verið mánuður fjölgunar.
Var enn eitt krílið að koma í heiminn í dag. Í þetta skipti lítil frænka úti í Boston og mikið er internetið dásamleg uppfinning því ég er strax búin að sjá barnið en hún fæddist á hádegi.
Strákur og stelpa bættust einnig við í vinahópinn í þessum mánuði, kom strákur í Danmörku og stelpa hérna á Íslandi og komu þau með viku millibili.
Þá er reyndar ein eftir í nóvember sem ég þekki - samnemandi en spurning hvort hún nái nóvember.
Innilega til hamingju með fjölgunina í fjölskylduna, öll sömul :)
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Birt af Linda Björk kl. 16:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli