BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Bíó

Nú er svo komið að ég man ekki hvenær ég fór seinast í bíó.

Sakna þess ógurlega að hafa ekki farið í bíó.

Svo merkilegt sem það er þá gef ég mér ekki tíma til þess að fara en hinsvegar hef ég oft nægan tíma til þess að hangsa og gera ekki neitt.

Reyndar þá fer sá tími ekki í dagbókina sem hangs og gera ekki neitt því sá tími kemur oftast af sjálfum sér en þar sem ég þarf að "gefa" mér tíma til þess að leyfa mér að fara í bíó þá er erfiðara að setja það niður.

Klikkað!



En svo er líka svo dýrt í bíó og því þarf að velja myndirnar af sérstakri kostgæfni og oft á tíðum eru bara ekki spes myndir í boði. En þar fyrir utan þá er ég reyndar búin að missa af mörgum góðum (held ég), ætlaði mér til dæmis alltaf að fara á kvikmyndahátíðina en hún bara rann framhjá - ok gerði heiðarlega tilraun til þess að fara á eina mynd en þá var uppselt :( en það var Sigur rós - Heima. Kom reyndar síðan í sýningu viku eftir en gaf mér ekki tímann til þess að fara.

Auli!

0 Mjálm: