Ipodinn
Hræðilegt - ég gleymdi að hlaða ipodinn minn í gær. Fattaði það þegar ég var að bíða eftir strætó.
Er næstum því eyðilögð og sit því hérna í skólanum að hlusta á úvarpið í staðinn. Frekar vil ég ipodinn minn, hann er nefnilega ekki með þessum leiðindar auglýsingum né óþarfa tali inn á milli laga.
Gengur annars ekkert að einbeita mér.... það er líka hræðilegt.
En hitti gott fólk í kvöld - það er ekki hræðilegt.
Bara yndislegt!
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Birt af Linda Björk kl. 14:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
Heyrðu, ég fór nú bara út að labba með minn og fór á playlistann, það var 1 lag sem ég nennti að hlusta á, er það hrikalegt eða hvað. Enda á að fara bara í albums og hlusta á Johnny Cash sem er þar inni fyrir tilstuðlan Atla
rosalega hljóta að vera leiðinleg lög á þínum ipod.....eða eru kannski bara barnalög?
Ég á minn playlista, Embla á sinn og þar eru barnalögin og Atli á sinn.
Ég þarf að fara að uppfæra minn lista.
Skrifa ummæli