Matur
Óþolandi að þurfa alltaf að hugsa um þennan mat, hugsa um hvað maður eigi að borða og hvað eigi að vera í matinn. Sjaldnast tek ég út úr frystinum sem gerir það að verkum að þegar ég kem heim á daginn og veit fyrir víst að ég verð heima að þá er orðið of seint að taka úr þessum blessaða frysti því það nær ekki að þiðna á tilsettum tíma.
Þegar ég hinsvegar er það forsjál að taka úr frystinum þá bregst það ekki að eitthvað kemur upp á og ég er ekki heima það kvöldið og því elda ég ekki.
Núna er ég því í klemmu, ekkert í ísskápnum, matur í frystinum og ég að velta fyrirmér hvort ég eigi að ganga út í búð og kaupa eitthvað.
Hvað skal gera?
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Birt af Linda Björk kl. 19:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
áttu ekki örbylgjuofn mín kæra?
þú veist að það er hægt að afþýða í honum dööö...
kveðja Bella
hahaha jú jú en hann er bara bilaður :) en annars ágætis hugmynd hjá þér
Skrifa ummæli