Þrif
Búin að þrífa íbúðina. Þannig að velkomin í heimsókn :)
En helst bara í kvöld og endilega komið með eitthvað að borða handa mér í leiðinni.
Er svöng og nenni ekki út í búð - kalt úti og rok!
Mér er líka kalt!
föstudagur, nóvember 30, 2007
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Ipodinn
Hræðilegt - ég gleymdi að hlaða ipodinn minn í gær. Fattaði það þegar ég var að bíða eftir strætó.
Er næstum því eyðilögð og sit því hérna í skólanum að hlusta á úvarpið í staðinn. Frekar vil ég ipodinn minn, hann er nefnilega ekki með þessum leiðindar auglýsingum né óþarfa tali inn á milli laga.
Gengur annars ekkert að einbeita mér.... það er líka hræðilegt.
En hitti gott fólk í kvöld - það er ekki hræðilegt.
Bara yndislegt!
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Fjölgun
Já nóvember hefur heldur betur verið mánuður fjölgunar.
Var enn eitt krílið að koma í heiminn í dag. Í þetta skipti lítil frænka úti í Boston og mikið er internetið dásamleg uppfinning því ég er strax búin að sjá barnið en hún fæddist á hádegi.
Strákur og stelpa bættust einnig við í vinahópinn í þessum mánuði, kom strákur í Danmörku og stelpa hérna á Íslandi og komu þau með viku millibili.
Þá er reyndar ein eftir í nóvember sem ég þekki - samnemandi en spurning hvort hún nái nóvember.
Innilega til hamingju með fjölgunina í fjölskylduna, öll sömul :)
Týpískt
Hversu týpískt er það að þegar ég ætla að gefa mér tíma í að svara kennslukönnuninni þá kemst ég ekki inn á ugluna!
Hversu týpískt er það líka að þegar allt er á haus heima hjá manni, drasl og skítur að þá fær maður heimsókn. Af hverju kemur fólk aldrei í heimsókn þegar maður er nýbúin að þrífa?
laugardagur, nóvember 24, 2007
Hugmyndir
Áfram held ég að lesa fyrir verkefni sem ég á að gera en meðan fæðast hugmyndir hvað ég get sett í ritgerð í allt öðru fagi og sem ég er ekki að vinna að núna en þyrfti að gera á morgun og fram á miðvikudag en þá er fyrirlestur hjá mér um þá ritgerð.
en verð að geta einbeitt mér að verkefni dagsins......
###
saxast á nestið mitt!
Bjartsýn
Er alltaf svo bjartsýn þessa dagana ;) - stefndi nefnilega á að klára tvö verkefni í dag en er búin að vera að núna í nokkra klukkutíma en virðist ekkert þokast áfram :(
Þannig að hvorug þessa verkefna munu klárast í dag - svona ef ég lít raunsætt á málið. Má kenna kannski einhverju einbeitningleysi um. Er ekki alveg að nenna þessum verkefnum sem ég er og er því alltaf að hugsa um eitthvað annað en þetta annað er lærdómstengt líka bara aðrar ritgerðir og önnur verkefni.
Er líka svo frekar kalt hérna þannig að sit með húfuna mína og á tímabili var ég með úlpuna yfir mér.
Voðalega lítið gengur á nestið mitt ;) en er þó farin að finna fyrir smá svengd þannig að kvöldmatur verðir sennilegast snæddur fljótlega (hluti af nestinu mínu).
You can do it!
Ha Ha
"Að mati stofnunarinnar er æskilegt að leggja göngu- og hjólastíg um nesið til þess að fólk geti notið þar óspilltar náttúru"
hmm..... er ekki smá þversögn í þessu - um leið og þú setur göngu og hjólastíg þá er náttúran ekki alveg óspillt!
Læra
Jæja komin niður í skóla til þess að læralæralæralæralæralæra.
Tók hellings af nesti með mér og verður því ekki farið heim fyrr en það er búið og ég orðin svöng aftur.
Því er spurning hvort um kappsát verði hér eða lærdómur ;)
###
Átti viðtal við kennara minn um daginn sem sagði að næsta önn liti rosa vel út fyrir mig - eru kannski að fá gestakennara sem er sérfræðingur í þjóðgörðum. Vona ekkert smá að sá kennari komi svo var eitthvað meira spennandi í boði.
Hún spurði mig meðal annars að því hvernig mér gengi í einu ákveðnu fagi og þegar ég sagði við hana að ég hefði komist að því um daginn að þegar kennarinn kenndi á íslensku (en ekki ensku eins og vanalega) þá fattaði ég að ég skildi það ekkert frekar. Henni fannst það frekar fyndið og spurði hvort hún mætti segja umræddum kennara þetta hehehe
Var alls ekki að setja út á kennarann heldur það að efnið er ekki alveg mitt ;)
en já.... ég kom víst hingað til þess að læra en ekki að rausa....
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Skólamálin mín
Þar fauk annar regnskógur!
En virðist vera aftur komin með "eldmóðinn" eða áhugann.
Hann hvarf eitthvað um skeið og fannst mér sem ég væri ekki í rétta náminu. Ef eftir tvo skemmtilega og áhugaverða fyrirlestra í dag þá fann ég áhugan aftur.
Svo spillir ekki fyrir að er að rembast við ritgerð sem ég hef áhuga á :)og finnst spennandi - Vatnajökulsþjóðgarður er það heillin!
Greinilegat að voru hlutir sem höfðuðu ekki eins til mín eða eitthvað annað sem dró mig niður.
Best að reyna að halda í þetta!
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
Systursonurinn
Litli sæti systursonurinn er 3 nóttina sína á barnaspítalanum í nótt. En vonandi verður þeim mæðginum sleppt út og heim á morgun. Færði litlu systur eitthvað að borða í dag og hékk síðan með henni og gekk um ganga spítalans í dag. Voru langar göngur fram og tilbaka, í þeim tilgangi að svæfa þann stutta sem var þrjóskari en ég veit ekki hvað.
En er enn að hneyksluð á kennara systur minnar. En hún skrifaði kennurum sínum tölvupóst í dag til þess að láta vita að hún kæmist ekki í tíma og annað þar sem hún væri með son sinn á barnaspítalanum og hefði verið með síðan um helgina. Því ekki komist í tölvu strax.
Nema hvað hún fékk svar frá einum kennaranum sínum á þá leið að í fyrsta lagi væri nú hægt að komast í tölvur, væri bæði í unglingaherberginu og foreldraherberginu þannig að væri nú ekki mikil afsökun.
Þvílíkt fífl segi ég og skrifa, að honum skuli detta í hug að svara svona. Hann veit nákvæmlega ekkert hvað er í gangi hvort að sonur hennar væri lífshættulega veikur, slasaður eða annað. Þessi tölvupóstur hefði verið nóg til þess að brjóta manneskju niður eftir hræðilegar raunir. Er heldur kannski ekki alveg fyrsta hugsun hjá manneskju með veikt barn, já skólinn gengur fyrir þess fyrir utan komst hún voða lítið frá barninu þar sem hann vildi mest láta halda á sér og svaf lítið.
Trúi bara ekki enn að nokkur maður skuli svara svona og vera svona ótilitssamur.
###
En jæja búin að tappa af og þá er að fara að læra en skellti mér niður í skóla eftir vinnu til þess að læra þar sem ég stal líka bílnum af litlu systur. Ég meina ekki er hún að nota hann föst upp á spítala ;)
jamm er svo næs!
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Afgangar
Seinasta sunnudag fór ég í mat til mömmu, hún sendi mig síðan heim með afgangana því henni fannst það of gott í hundinn.
Þannig að afgangar fara annaðhvort í mig eða hundinn!
Er ekkert skárri en hundsgrey.............
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Skróp
Ákvað að skrópa í einn tíma í dag, vildi frekar vera vinna í verkefnum heldur en að sitja í "tilgangslausum" tíma. En þrátt fyrir það hafði ég samviskubit yfir því að mæta ekki - eða svona alveg þangað til ég spurði eina sem fór hvernig hafði verið í tíma.
Varð svo fyrir vonbrigðum í dag varðandi tölvupóst, áleit sem það mundi bjarga lærdómnum og um leið geðheilsunni. Þarf að finna einhverja sniðuga lausn og það strax.
Sit reyndar í þjóðarbókhlöðunni núna og það er ekki sniðug lausn, fann bara hvað augnlokin eru þung um leið og ég settist niður.
Að smá uppörvandi en algjörlega gagnlausum upplýsingum þá hef ég mjög gaman af því hvernig einn ítalskur samnemandi minn talar enskuna sína.
En hann talar enskuna eins og Ítalar tala ítölsku - hratt og í einu flæði.
Þannig að þegar maður hlustar á hann tala þá þarf maður að hafa sig allan við að skilja og vita hvar eitt orð byrjar og næsta tekur við.
En það er bara gaman af honum :)
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Hópmynd
Gjörsamlega búin að tapa mér í Rúmeníu - hér er hópmynd af landvörðum úr Evrópu. Þeir sem voru á ráðstefnunni í Rúmeníu.
Fékk líka drög að ráðstefnu fyrir landverði í Ungverjalandi næsta haust... oh hvað ég væri til í að fara! Svo er það Bólivía 2009. Já ég er dottin í ráðstefnur og landverði :)
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
Hausverkur
Fór að sofa með hausverk seinustu nótt, í morgun þegar ég vaknaði (aðeins á undan áætlun) þá var ég enn með hausverkinn. Ákvað því að taka verkjatöflu og sofa í klukkutíma í viðbót.
Þegar ég vaknaði aftur um klukkutíma seinna var hausverkurinn á bak og burt og alveg þangað til ég kom heim í kvöld um hálf tíu.
Nokkuð góð virkni á verkjatöflu :)
Annars finnst mér slæmt að taka alltaf verkjatöflur við hausverk og geri það ekki alltaf bara nú má ég ekki við því og hef ekki tíma í hausverk eða annað.
Bíó
Nú er svo komið að ég man ekki hvenær ég fór seinast í bíó.
Sakna þess ógurlega að hafa ekki farið í bíó.
Svo merkilegt sem það er þá gef ég mér ekki tíma til þess að fara en hinsvegar hef ég oft nægan tíma til þess að hangsa og gera ekki neitt.
Reyndar þá fer sá tími ekki í dagbókina sem hangs og gera ekki neitt því sá tími kemur oftast af sjálfum sér en þar sem ég þarf að "gefa" mér tíma til þess að leyfa mér að fara í bíó þá er erfiðara að setja það niður.
Klikkað!
Já
En svo er líka svo dýrt í bíó og því þarf að velja myndirnar af sérstakri kostgæfni og oft á tíðum eru bara ekki spes myndir í boði. En þar fyrir utan þá er ég reyndar búin að missa af mörgum góðum (held ég), ætlaði mér til dæmis alltaf að fara á kvikmyndahátíðina en hún bara rann framhjá - ok gerði heiðarlega tilraun til þess að fara á eina mynd en þá var uppselt :( en það var Sigur rós - Heima. Kom reyndar síðan í sýningu viku eftir en gaf mér ekki tímann til þess að fara.
Auli!
Já
mánudagur, nóvember 12, 2007
Dósaupptakari
Eflaust ætti ég ekki að vera ljóstra upp vankunáttu minni og eingöngu tala um eigið ágæti. En svoleiðis blogg eru leiðinlegt til lengdar enda alltaf gaman að hlæja af hrakfarasögum annarra - já svo lengi sem sá sami hafi húmor fyrir því að sjálfsögðu ;)
En allavega dósaupptakarinn hefur angrað mig núna í töluverðan tíma. Málið er það að eftir að leigjandinn minn var hérna þá "hvarf" dósaupptakarinn minn sem ég átti og líkaði vel við og nýr dósaupptakari komin í staðinn.
Ég hef átt í stríði við þennan nýja dósaupptakara því hann einfaldlega opnaði ekki dósirnar og ég þurfti nánast að brjótast inn í blessuðu dósirnar. Að sjálfsögðu gleymdi ég alltaf hrakförunum þangað til kom að því næst að opna dós og því gleymdi ég alltaf að kaupa nýjan dósaupptakara. Ég var stundum komin að því að fara upp til nágrannans til að spurja um hvort ég gæti fengið lánaðan dósaupptakara.
En nýlega uppgötvaði ég hinsvegar trixið við að nota þennan blessaða dósaupptakar eftir að hafa reynt á allavegu að opna dósir með honum.
Við erum að tala um heilt ár hérna sem tók mig að fatta hvernig átti að nota dósaupptakarann.
Er ég þunn eða hvað?
föstudagur, nóvember 09, 2007
Regnskógar
Regnskógar heimsins eru að týna tölunni vegna mín eftir útprentun á hinum ýmsum greinum.
Er líka að klára prentkvótann minn!
###
Ég er svöng!!
Utan við mig
Var að fatta það að ég setti í þvottavél í morgun og hef ekki enn tekið þvottinn úr henni og er ekkert að fara að gera það strax því ég er enn niðri í skóla.
já já gott að vera svona fattlaus og upptekin.
Er að skemmta mér yfir því að finna greinar og lesa yfir. Flest allt hagfræðilegt....en finn aldrei akkúrat það sem ég er að leita eftir.
Örg
Er afskaplega pirruð á Word 2007, veit ekki hvað ég eyddi miklum tíma í það að reyna að gera efnisyfirlit sem ekki tókst... svo að setja rétt númer á bls en tókst ekki og því varð inngangur á bls 2 en átti að vera bls 1
Þannig að ritgerð var send án efnisyfirlits og með inngang á bls 2 :( - svo er ég niðri í skóla núna í word 2003 (held ég), tók skjalið og ákvað að athuga hvort ég gæti nú ekki sett inn efnisyfirlit og breytt þannig að inngangur er á bls 1 - jú ekkert mál...
urr hvað ég er fúl út í word 2007.
Er líka sein með öll skil og það er ekki gaman.
Til þess að toppa daginn eða hádegið hjá mér þá varð ég að hlaupa til þess að verða ekki of sein í strætó því #%&?# vagnarnir ganga á hálftíma fresti akkúrat þegar ég þarf á því að halda að sé styttra milli ferða.
urrr
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Dreyma
Er að láta mig dreyma þessa dagana - svo sem ekkert nýtt!
En er að láta mig dreyma um að fara út, er komin með flugu í hausinn að fara út milli jóla og nýárs.
Hingað til hef ég verið að velta fyrir mér hvert þangað til það laust í hugann hvert ég gæti farið en held það sé ekki sniðugt því viðkomandi getur ábyggilega ekki tekið á móti mér á þessum tíma. Fyrir utan það að ætti ekkert að vera að fara.
en alltaf hægt að láta sig dreyma!
Matur
Óþolandi að þurfa alltaf að hugsa um þennan mat, hugsa um hvað maður eigi að borða og hvað eigi að vera í matinn. Sjaldnast tek ég út úr frystinum sem gerir það að verkum að þegar ég kem heim á daginn og veit fyrir víst að ég verð heima að þá er orðið of seint að taka úr þessum blessaða frysti því það nær ekki að þiðna á tilsettum tíma.
Þegar ég hinsvegar er það forsjál að taka úr frystinum þá bregst það ekki að eitthvað kemur upp á og ég er ekki heima það kvöldið og því elda ég ekki.
Núna er ég því í klemmu, ekkert í ísskápnum, matur í frystinum og ég að velta fyrirmér hvort ég eigi að ganga út í búð og kaupa eitthvað.
Hvað skal gera?
sunnudagur, nóvember 04, 2007
laugardagur, nóvember 03, 2007
Flutningar
Ég var að hjálpa vinum í dag að flytja í sveitina, í tilefni þess fór ég í sveitafötin - lopapeysuna. En þess má geta að hún var í raun brúðkaupsföt í sumar.
En allavega íhugaði það að hlekkja mig við dyrnar hjá þeim í mótmælaskyni við að þau væru að flytja í sveitina en ákvað svo að hjálpa í staðinn.
Held við höfum verið hátt 3 klst að fylla RISA stóra flutningabílinn en samt tókst ekki að taka alveg allt dótið. En svo bara um klukktíma að tæma hann.
people - er sko ekki hægt að kvarta yfir drasli hjá mér ef/þegar ég flyt næst :)
Svo var ég bara föst í sveitinni í dálítin tíma, prófaði að fara Bónus í sveitinni líka, svoldíð sveitó fólk en fittaði inn í lopapeysunni minni með húfuna hahahaha yeah right!
En held svei mér þá að þau eigi bara eftir að raða inn í skápa og jafnvel endurraða í eldhússkápa.
Svo er ég bara fyrst í pottinn þegar hann kemur hjá þeim og já í sturtu líka ;)
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Urr
Þegar ég var komin úr strætó í kvöld og á leið heim til mín þá laust það í huga mér að ég hefði gleymt að læsa niðri í vinnu!
Gat ómögulega munað hvort ég hafi læst eða ekki.
Hringdi í pabba til þess að athuga hvort hann væri að vinna - en hann vinnur nálægt mér en svo var ekki.... ákvað þá að prófa að hringja til mömmu til þess að athuga hvort bróðir minn væri kannski á rúntinum. Drengurinn svaraði akkúrat símanum og var á leið á rúntinn.
Plataði hann því að rúnta með mér niðureftir - en reyndar var það síðan frænka hans sem keyrði mér niðureftir.
Að sjálfsögðu var læst!
En eftir alla þessa fyrirhöfn hefði ég nú viljað að væri ólæst en er samt fegin að svo var ekki.
Vonandi fer þetta ekki að þróast upp í þráhyggju hjá mér en átti við þennan vanda að stríða í allt sumar varðandi gestastofuna. Mundi aldrei hvort ég hafi læst á eftir mér en "leyfði" mér þó aldrei að snúa við og athuga því ég vissi innst inni að ég hefði læst.
###
Í dag var mastersnemum í náminu mínu boðið í móttöku, þar sem við hittum námsstjórnina og að sjálfsögðu samnemendur. Var mjög fínt og gott að sjá þá sem eru í stjórninni sem ég hafði ekki séð áður. Er reyndar alltof ódugleg að fara að fólki og byrja að tala við og talaði því einungis við einn kennarann úr námsstjórninni enda þekki ég hann.