Íslenskur veruleiki
Eru íslenskar auglýsingar að verða góðar og áhrifaríkar, jafnvel farið að verða gaman að horfa á þær?
Man nefnilega að þegar ég var stödd á Englandinu góða að vinna á hótelinu þá gafst mér afskaplega mikil tími á kvöldin að horfa á sjónvarpið og auglýsingar. Og ég hafði yfirleitt alltaf mjög gaman að auglýsingunum.
En já að íslenskum auglýsingum þá finnst mér auglýsingin um íslenskan veruleika mjög góð og flott hjá þeim að nota svona uppsetningu eins og hefur verið í raunveruleikaþáttunum sem tröllríða sjónvarpsheiminum.
Ekki spillir heldur fyrir flotta röddin hans Sigursteins Mássonar.
Hin auglýsingin sem er rosalega sláandi er anorexíu auglýsingin. Mig langar iðulega að gráta með stelpunni þegar ég sé þessa auglýsingu.
Svo hef ég áður minnst á auglýsinguna frá umferðarstofu um áfengi og akstur.
En já aftur að prófinu.....
sunnudagur, apríl 29, 2007
Birt af Linda Björk kl. 22:14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli