Páskadagur
Jæja páskadagur bara runinn upp.
Er að reyna að koma mér í gírinn að læra smá áður en ég fer í skírn og páskaboðið.
Fyrir ári síðan eða á páskadag í fyrra þá fór ég í hellaferð, skreið í gegnum myrk og þröng göng, sá glowworms, var blaut en skemmti mér konunglega.
Fékk þó ekkert páskaegg - ja allavega ekki fyrr en í maí
Þegar mamma hringdi í mig (á páskadag í fyrra)þá var hún á leið í páskaboðið en ég var að horfa á sjónvarpið og fljótlega á leið í rúmið því minn dagur var að kveldi kominn. Já það var svona að vera hinumegin á hnettinum.
Ef við miðum hinsvegar við dagsetninguna þá var páskadagur í fyrra mun seinna á ferðinni og 8. apríl var ég enn í Ástralíu og sennilegast í Byron Bay að prófa brimbretti.
en já gleðilega páska
sunnudagur, apríl 08, 2007
Birt af Linda Björk kl. 11:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli