Flugferð
Mér var boðið í kvöldflug í gær - ekki hægt að neita slíku boði :)
Enda var meiriháttar að sóla í kringum Reykjavík og nágrenni í háloftunum. Tók myndavélina með en hversu týpískt er það að batterýið sé búið akkúrat þá. Reyndar skipti það ekki svo miklu máli því vélin tekur ekki skemmtilegar myndir af ljósashowinu í Reykjavík (eða ljósmyndarinn). Veit ekki enn alveg hvort ég hafi ekki fundið eða veit ekki um rétta fídusinn eða hvort hún geti bara ekki tekið slíkar myndir.
Spurning að kannski bara blikka pabba næst og fá myndavélina hans lánaða....hmm..... já býst alveg við því að verði einhvern tíman næst :)
En takk fyrir mig.
Vélin sem við flugum í
Séð úr háloftunum
föstudagur, apríl 06, 2007
Birt af Linda Björk kl. 11:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli