Hallærislegt
Ég á tvo verkfærakassa, einn lítinn og annan stóran en þrátt fyrir það þá finn ég ekki tommustokkinn sem ég á :(
Það er hallærislegt!
###
Annars er það að frétta af móðunni að hún er horfin af stofuglugganum og er orðin eins og hún var þannig að ég get ýtt þeim vanda aðeins á undan mér :)
###
Gott að eiga kalkaða mömmu, fór fyrir nokkru að skipta peysu sem ég fékk í afmælisgjöf og fékk önnur föt í staðinn en vantaði aðeins upp á og mamma sagðist ætla að borga það í stað þess að gefa mér páskaegg. Jæja var svo að tala við kellu í gær þá sagði hún að ég yrði að nálgast páskaeggið mitt. Ég minnti hana á að hún hefði ekki ætlað að gefa mér en þar sem ég er nú barnið hennar þá fæ ég víst eitt alveg eins og bræður mínir :)
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Birt af Linda Björk kl. 11:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli