BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Jibbí

Það er mér mikil ánægja að segja að ég er byrjuð á að skrifa og nærri komin ein blaðsíða á um tíu mínútum.

En nei það er ekki prófið - skyndilega varð allt annað svo mikið áhugaverðara svona eins og gengur og gerist.

###

Áhugavert - sat inni í kaffistofu Öskju áðan og var litið út um gluggan nú eða gluggana :) sé ég ekki gamla konu (geri ráð fyrir því að hún hafi verið gömul og kona) á vippinn og vappinn þarna út um allt í vatnsmýrinni, fór útaf göngustíg og lítur út fyrir að vera tína egg. Gæsir eiga þarna land og er með varpland..... hmm... held þetta sé nú bara ekki leyfilegt. Tók líka eftir því að fleiri voru farnir að fygljast með henni. Meira segja einhverjir 3 menn fóru út en gerðu reyndar síðan ekkert í málunum.

Annað áhugavert er líka að í tölvuverinu er einhver að kjafta á fullu og reikna með að sé á skype því hún er með heyrnatól. Ekki mjög spennandi að fylgjast með private samtali.....

Man núna punktinn sem ég ætlaði að skrifa með seinustu færslu en það var pirringurinn í morgun.
Kom í skólann í morgun og þurfti að fara í tölvuverið til þess að prenta út glærur fyrir kynninguna sem hópurinn minn var með... nema fjandans próf í gangi í tölvuverinu og í nánast öllum tölvuverum á háskólasvæðinu og ekki möguleiki á að komast inn til þess að prenta. Varð enn meiri pirringur því þetta var líka svona á mánudaginn og þá þurfti ég akkúrat líka að prenta út fyrir kynningu sem ég var með þann daginn og við erum að tala um að tölvuverið var lokað frá 9-12. Það sem er síðan mest pirrandi er að þetta var ekkert auglýst. Finnst alveg sjálfsagt að sé send út tilkynning um að yrði próf í eftirfarandi tölvustofum og því hafi maður ekki aðgang að þeim og gerir viðeigandi ráðstafanir.

urrr... hvað illa er að þessu staðið.

En já best að halda áfram að skrifa smá annarsstaðar og síðan drífa sig í vinnuna...

3 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Góðir hlutir bara að gerast hægt

Nafnlaus sagði...

Skondið, fann link á bloggið þitt hjá Óla og þar sá ég link á síðuna hjá Skottu (sem er vinkona bróður míns) og þar fann ég link á síðuna hjá stóra bróður(ísari Loga).Ferlega lítill heimur....mjög merkilegt sko...heheh...

Gangi þér vel með heimaprófið.

kv, Vanda

Linda Björk sagði...

Vanda - já merkilega lítil heimur :) oft á tíðum.