Pynting
Já svona seinustu dagana á landinu ákvað ég að nota til þess að pynta mig. Reyndar sáu aðrir til þess.
Fór til tannlæknis í morgun þar sem ég var deyfð og var með deyfingu frameftir degi, fór síðan í plokkun. Fjör
Jæja - tvær nætur eftir og svo flýg ég út. Held ég hafi verið eitthvað stressuð seinustu nótt, gat ekki sofnað fyrr en að verða þrjú og var vöknuð fyrir sjö. En notaði tímann til þess að pakka og hlaða meiri tónlist á ipodinn. Var ég búin að segja hversu mikil snilld hann er?
Oh well... fer bráðum að verða netlaus hérna heima. Þannig að lítur út fyrir að sé seinasta færslan áður en ég held út.
Stefni á að vera dugleg að blogga í ferðalaginu og þykir voða vænt um ef fólk kommenti hjá mér svo ég viti nú af ykkur heima hérna og hverjir eru að lesa og svona.
Annars bið ég að heilsa ykkur!
au revoir
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Birt af Linda Björk kl. 21:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli