Fer að koma
Þar sem komið er yfir miðnætti þá er í raun formlega bara 2 dagar þangað til ég fer út. Og neibbs er ekki búin að pakka öllu niður í kassa. Ferlegt kæruleysi hérna...
Er búin að vera að hlaða niður tónlist af diskunum mínum í tölvuna til þess að hlaða þá í ipodinn minn. Jamm á fallegan ipod. Tóm snilld.
Fólk er að spyrja mig hvort ég sé ekki orðin spennt. Svarið er eiginlega nei... er svona hvorki yfir mig spennt né kvíðin. Er kannski frekar stressuð að allt náist nú á réttum tíma. Sem gerist sennilegast þar sem ég er nú samt alltaf á seinustu stundu með allt. Held ég sofi bara fyrstu dagana í Kína - er ferlega þreytt eitthvað.... ;)
2 dagar
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Birt af Linda Björk kl. 00:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli