Uppgötvun
Gleymdi alveg að minnast á uppgötvun dagsins í gær sem mér finnst alveg frekar fyndin.
Enn einn makinn í hópnum er semsagt skyldur mér - að sögn heimildarmanns erum við fjórmenningar. En afi minn og amma hans voru systkinabörn.
Þetta kom allt í ljós þegar það uppgötvaðist að systir bróðir míns og þessi ný uppgötvaði frændi minn eru systkinabörn. Því ég vissi að ég er frænka systur bróður míns já og hann er frændi hennar líka (bróðir minn og hennar).
Flókið - jamm
###
Kynningin búin og tókst held ég alveg ágætlega - lagði mikið upp úr lookinu á power point showinu að þessu sinni. En yfirleitt hefur það bara verið einfalt, svartir stafir á hvítum bakgrunni, frekar boring þannig að fékk eitthvað dauðleið á því þegar ég var að setja kynninguna saman í gær og því skreytt með myndum. Fór kannski heldur yfir strikið því á seinustu glærunni sást glitta í mig ;) - en var vísun í einn kennara. Já eða átti að vera það :) spurning hvort samnemendum og kennarar hafi ég bara fundist ég óhemju hégómleg.
p.s. myndirnar komnar inn aftur síðan í gær og eru í lagi núna.
mánudagur, apríl 21, 2008
Birt af Linda Björk kl. 13:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Ég varð að lesa þessa lýsingu þína um skyldmenni 4x yfir til að skilja, ekki auðvelt !
en ég kíkti á myndir, veit að þær voru ekki ætlaðar mér en mér finnst svo gaman að skoða myndir þannig að ég ákvað að gera það. Virtist hafa verið mjög gaman hjá ykkur, allir bara að slappa af og skemmta sér saman.
að sjálfsögðu er þér velkomið að skoða myndirnar :) - ef ekki þá mundi ég ekki setja þær þarna inn.
En var mjög gaman og held ég afslappandi fyrir svona flesta.
Skrifa ummæli