Af hverju?
Hvernig stendur á því þegar eitthvað mögulega spennandi er að gerast í mínu lífi - þá koma aðrir spennandi hlutir upp líka.
Semsagt þegar ég er búin að ákveða eitthvað þá sé ég eitthvað annað spennandi líka og ég þarf því að taka ákvörðun um hvort og hvað ég eigi að gera. Síðan finnst mér svo erfitt að sleppa þá því ég er svo hrædd um að þessi valkostur bjóðist ekki aftur í bráð.
bleh - núna er semsagt spennandi starf í boði og á mínu áhugasviði en ég er búin að gera ráðstafanir til þess að gera eitthvað allt annað næsta árið.
Er reyndar búin að sjá eitthvað af áhugaverðum störfum auglýst í vetur, sumt sem ég hefði ekki haft tíma í útaf náminu og svo annað sem ég treysti mér ekki alveg í en fannst gífurlega áhugavert.
Vonandi verða spennandi störf í boði þegar ég lýk námi :)
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Birt af Linda Björk kl. 15:25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Væri það ekki þín heppni að gæsin verður löngu flogin fram hjá þegar þú verður tilbúin að sleppa höndum af skólabókum og grípa í hana?
Guðmunda
hahaha
skulum ekki alveg vera svo svartsýn ;)
nú ef svo er þá fer ég kannski bara aftur í skólabækurnar ;)
Skrifa ummæli