Baka brauð
Myndarskapurinn í mér tekur engan enda og kem sjálfri mér sífellt á óvart.
Í morgun var vaknað til þess að baka brauð - speltbrauð. Ég held svei mér þá ef þetta sé ekki bara í fyrsta skipti sem ég baka :)
Tilefnið var allsherjarhittingur hjá okkur vinkonunum, með mökum og börnum. Sjö stelpur sem eru búnar að fjölga sér upp í 24 og bráðum 25. Var líka frumsýning á nýjasta meðlimi hópsins en hann höfðum við einungis séð á myndum.
Þannig að það má segja að hafi verið mikið fjör í dag og töluvert langt síðan við höfum allar verið saman á sama tíma þar sem ein er líka búsett í Danmörku. Af því tilefni var að sjálfsögðu tekin mynd af okkur, seinast þegar slíkt náðist var í brúðkaupi Bellu og Óskars 2002.
Einnig er þetta ábyggilega í fyrsta skipti sem öll börnin hittast en þau náðu ágætlega saman í heita pottinum.
Veisluafgangar voru nógir og hefðu vel dugað í aðra veislu.
Stelpur - er búin að setja myndir inn á myndaalbúmið mitt en þar sennilegast að upploda myndirnar aftur inn niðri í skóla þar sem mikið rugl er á myndunum.
p.s. Takk fyrir öll kommentin á færsluna fyrir neðan - þið sem hafið ekki enn kommentað endilega bætið við :)
sunnudagur, apríl 20, 2008
Birt af Linda Björk kl. 20:39
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Nei, nei... sko ég skal trúa á tannálfinn, jólasveinninn og páskakanínuna en að þú bakir ....never.
kv. Ásta ;)
hehe
ótrúlegt en satt!
Verst að þú verður ekki fyrir vestan í sumar því kannski maður taki upp smá takta þar ;)
Skrifa ummæli