BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, apríl 11, 2008

Mastersverkefnið mitt

Er komið á skrið....

eða allavega á því formi að ég er komin með leiðbeinanda :) og meiri hugmynd um hvað ég ætla að gera. Þarf að sjálfsögðu að forma betur, leita heimilda og festa niður hvað ég ætla að gera nákvæmlega.

En þetta er allt í áttina. Er orðin mjög spennt fyrir verkefninu mínu.

leiðbeinandi minn er sá sami og var með bs verkefnið mitt og er því ljóst að ég mun útskrifast frá raunvísindadeild eða sem heitir nú líf og umhverfissvið. En svo getur farið að verkefnið muni líka fara smá yfir í stjórnmálafræðina.

Verst þykir mér að geta ekki sokkið mér niður í þetta núna þar sem önnur verkefni bíða mín....

0 Mjálm: