Gleðilegt sumar
Ég er alveg hryllilega vanaföst.
Er oft niðri í skóla í einu af lesherbergjunum, nema að sjálfsögðu vil ég alltaf sitja á sama stað. Sem að sjálfsögðu gengur heldur ekki alveg upp.
Þegar "minn" staður er upptekin þá hefst leitin að næst besta staðnum sem er við vegginn að sjálsögðu - þannig að ég eigi nú ekki hættu á að það sé setið beggja vegna við mig (ef það skildu vera það margir). Nú ef það reynist ekki hægt, þá vandast málið ansi mikið og allur lærdómurinn í upplausn.
Í dag fékk ég ekki minn stað - og er í þokkabót að prófa nýjan sem er við vegg en samt ekki alveg staðsetningin sem ég kýs útaf mörgum hlutum. En sýnist samt vera að reynast ágætlega.
En áfram að lærdómi þá vorum við systur alveg ágætlega duglegar í gærkvöldi - en hún bauð mér heim til þess að læra sem og við gerðum. Er samt kannski ansi hrædd um að ég hafi verið ansi lengi því ég fór ekki fyrr en um tvö leytið um nóttina. Það er bara ansi tímafrekt að föndra skipurit og annað.
En gleðilegt sumar!
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Birt af Linda Björk kl. 15:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli