Grínast
Ertu ekki að grínast í mér!
Eftir að hafa eytt öllum laugardeginum, mánudagskvöldinu, deginum í gær og svo í dag að gera ritgerð/skýrslu með hópnum mínum.
Eytt svo deginum í dag (eftir hádegi) að setja skýrsluna upp og svo þegar....
wait for it...
wait for it..
svo þegar ég ætlaði að senda þessa blessuð skýrslu til hinna hópfélagana þá bara dettur internetið út hérna heima hjá mér og segir mér að ég hafi ekki leyfi til þess að fara á netið. Eyddi því hálftíma í það að komast aftur á netið - án þess að hringja í internet veitandan.
Svo loksins gat ég sent þessa blessaða skýrslu.... phew...
Þá er bara ein RISA ritgerð eftir, önnur minni ritgerð eftir og 2-3 próf.
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Birt af Linda Björk kl. 17:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli