Breytingar
Allt frá því að ég kom heim úr ferðalaginu mínu í vor hef ég verið að pæla í því hvort þetta hafi breytt mér eitthvað. Hvort eitthvað væri öðruvísi við mig áður en ég fór.
Eftir miklar pælingar þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi breytt mér mikið, hinsvegar er ég nokkuð viss um að fólkið í kringum mig hafi ekki orðið neitt áþreifanlega vör við breytingar , tja ekki nema þessi kg sem bættust á :( .
Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu um að ég hafi breyst þá fór ég nú að pæla í því hvað hafði breyst við mig og fannst erfitt að finna eitthvað sérstakt til þess að benda á því mér fannst ég ekki geta bent á neitt - var meiri tilfinning heldur en annað.
Fyrir ekki svo löngu síðan datt ég niður á lausnina og fann réttu setninguna sem mér finnst lýsa þessu öllu og gerir svo mikið. Sú breyting sem hefur mest verið hjá mér er sú:
Ég hef trú á sjálfri mér.
sunnudagur, desember 31, 2006
Birt af Linda Björk kl. 11:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli