Bakað
Enn held ég áfram að koma sjálfri mér á óvart.
Í dag bakaði ég nefnilega smákökur - ætar í þokkabót.
Er síðan að hugsa um hvort ég eigi að baka smákökur fyrir mig hérna heima!
Hvar er Linda!
###
Fór á James Bond - er alveg sátt við myndina og nýja bondarann.
Hann er sætur á köflum og hina stundina ekki!
Sætur að það sést ekki ;)
###
Ég er farin að ná því að Ástralía sé hinumegin á hnettinum.
Svo langt er það í burtu að enginn hefur heyrt minnst á ástralska höfundinn Judy Nunn :( Síðasta vonin mín um að bækurnar væru kannski til í London var að renna út í sandinn.
Þá er bara að gera aðra tilraun með amazon og vonast til að séu til þar.
föstudagur, desember 15, 2006
Birt af Linda Björk kl. 00:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli