Stormur
Stormur úti við.
Ég er inni í hlýjunni - eitthvað voða notalegt að vera hérna inni og heyra í rokinu úti við. Fer annað slagið úti í glugga og fylgjast með trjánum í kring.
Útsýnið kannski ekki með mesta móti héðan úr íbúðinni minni :)
Það sem vantar áþreifanlega mest er góð bók og eitthvað að narta í.
Hef verið á leiðinni í bókasafnið í meira en viku en framtaksemin greinilega að gera útaf við mig.
###
Búin að skipta yfir í blogger beta - get ekki republishað, vonandi bara eitthvað tímabundið því ég get heldur ekki haft gömlu færslurnar. Ég hreinlega bara dey ef ég kemst ekki í færslunar frá því í ferðalaginu mínu.
Er ekkert komin í jólaskap og held ég sé hreinlega ekkert á leiðinni í neitt jólaskap þess heldur. Þess fyrir utan þá held ég segi þetta á hverju ári.
Finnst reyndar mjög stutt síðan seinustu jól voru og skil bara ekkert í því hvert árið hefur farið. Ekkert smá fljótt búið að líða.
laugardagur, desember 09, 2006
Birt af Linda Björk kl. 21:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli