BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, janúar 07, 2007

Ár

Það er nánast bara ógnvekjandi hvað tíminn líður hratt.

Í dag er ár síðan ég hélt á vit ævintýrana, fyrir ári síðan var ég á farfuglaheimili í London og átti flug daginn eftir til Kína.

Það er eitthvað frábært við það að hefja eitthvað og prófa eitthvað nýtt þegar nýtt ár byrjar :) verst að geta ekki gert þetta á hverju ári að fara í nokkra mánaða ferðalag. En ef ég mundi gera það á hverju ári þá væri ég varla að gera eitthvað nýtt á hverju ári - jú nema kannski fara til nýrra landa.

Það er því við hæfi að byrja árið á nýjum verkefnum :)

Hef reyndar líka verið að hugsa um að hvernig er hægt að toppa árið 2006 hjá mér því allt gekk upp sem ég ætlaði mér það árið - minnsta kosti planið sem ég var með þar til í september. En er ekki heldur með neinn kvíðhuga fyrir þessu ári. Verður bara öðruvísi - allt allt öðruvísi.

0 Mjálm: