Bíó
Einhverja hluta vegna fer ég orðið sárasjaldan í bíó.
Það er ekki alveg nógu gott þar sem mér þykir mjög gaman í bíó - reyndar kosturinn við það að fara sjaldan núna er sá að þetta er svo rosalega dýrt.
Fór áðan í bíó, sá Little children - góð mynd og öðruvísi.
Merkilegt finnst mér samt hvað það er rosalega oft að barnaníðingar í bíómyndum sé sýnd sem sama stereotýpan og alltaf er hann frekar ófríður maður.
Veit reyndar um undantekningu á þessu í myndinni The Woodsman þar sem Kevin Bacon leikur barnaníðinginn.
###
Sá framlenginguna á leiknum milli Íslendinga og Dana. Svoldið sárt tap en mikið rosalega fann ég eitthvað til með greyið leikmanninum sem tekið var viðtal við eftir leikinn. Svei mér þá ef hann var ekki við það að bresta í grát.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Birt af Linda Björk kl. 21:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Já manni langaði bara að grenja með strákunum "okkar", þetta var átakanlegt en við erum samt stolt af þeim :þ
Skrifa ummæli