BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Nesti

Ég er búin að vera dugleg og taka með mér nesti.

Er hinsvegar búin að komast að ókostum þess að taka með sér nesti þegar maður er ekki á einum stað. Fyrir utan það hvað getur stundum verið leiðinlegt að borða nestið - sennilegast þó vegna ófrumlegaheita þá er stærsti ókosturinn sá að maður þarf að burðast með þetta með sér. Er þar af leiðandi með aukapoka með mér þar sem nestisboxið mitt er í. Þetta væri svo sem í lagi ef maður færi bara á vinnustaðinn kæmi inn og gæti sett í ísskáp þar til maður borðar nestið sitt. En þar sem það er ekki að gerast og mjög oft á þvælingi milli bygginga þá fylgjir alltaf þessi aukapoki með nestinu með mér.

En jákvæðu hliðarnar að þetta sparar pening!

###

Þurfti í fyrradag að halda smá fyrirlestur sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt en í restina hjá mér þá sá ég einhvern aftast alveg skælbrosandi og nokkur önnur sem voru svolitið kímin. Þetta setti mig algjörlega úr sambandi - ég hætti alveg að hugsa um það sem ég sagði og fór að pæla í því hvort ég hefði gert eitthvað eða hvort væri eitthvað bara svona fyndið við mig. Sem mér fannst að sjálfsögðu ekki.

Í gær komst ég svo að því hvað hefði verið svona fyndið - en það var garnagaul í einum þarna aftast sem vakti þessa kátínu hjá samnemendum mínum. Fékk því staðfest að maður ætti bara ekkert að líta upp og horfa yfir hópinn þrátt fyrir að leiðbeinandinn segir annað ;)

###

Hlakkar alveg gífurlega til í næstu viku.
Það mun nefnilega falla niður um meira en 50% það sem ég þarf að mæta þannig að loksins getur maður kannski komist í að læra. En eru um 2 vikur sem þarf að vinna um.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Þetta er einmitt málið með nesti, sparar pening og er oftast hollara en að kaupa eitthvað snarl en er bara svoldið hvimleitt. Stundum er leiðinlegt að taka það til og bera það svo allan daginn stundum. Þá lítur mar stundum hyllingaraugum á sjálfsalana.