BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, september 02, 2007

Árshátið

Árshátið saumaklúbbsins var í gær - og heppnaðist bara alveg ágætlega.

Byrjað á fordrykk heima hjá mér þar sem sumir komu bara í þann mund sem við lögðum af stað á Eyrarbakka.

Pabbi var það góður að lána mér bílinn (sem reyndar Bjarni ók síðan) en allavega við vorum þá öll saman í bíl en leiðin lá út úr bænum. Er nefnilega ekki nægjanleg fjölbreytni í veitingahúsum í Reykjavík hahahha

En allavega fórum á Rauða Húsið á Eyrarbakka.

Var voðalega notaleg stemming og maturinn fínn - reyndar var kjötið mitt full rautt miða við það sem mér líkar.

Eftirrétturrinn var þrusugóður.

Mér brá hinsvegar í brún þegar heim var komið því það var kveikt á kerti inni í stofu og það var farið yfir allt áður en við fórum út úr húsi.

Myndir komnar í myndaalbúmið mitt :) - stelpur ekki hafa áhyggjur, albúmið er læst og setti ekki inn "vondar" myndir.

En hlakka til árshátíðar að ári....

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

ekkert smá flottar myndir af smá flottu fólki,
ég hlakka líka til næstu árshátíðar.