Komin heim
Jæja komin heim eftir sumarvinnuna þetta árið.
Voru blendnar tilfinningar þegar ég fór af Snæfellsnesinu í gær, búið að vera frábært sumar og ekki spillti veðrið fyrir.
Skólinn tekinn við hér heima og fór í tíma í morgun - ekki byrjaði það vel því strætóinn sem ég ætlaði að taka kom 12 mínútum of seint þannig að ég mætti of seint í tíma.
Aðeins um 2 vikur í Rúmeníuför - hlakka til. En úff að missa úr skólanum.....
föstudagur, ágúst 31, 2007
Birt af Linda Björk kl. 17:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Var einmitt að gá hvort að það væri komið blogg um heimkomu. Velkomin í höfuðborgina.
Skrifa ummæli