BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 24, 2007

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Hingað til hef ég alveg borið traust til rútubilstjóra, bæði að þeir kunni að keyra og viti nú eitthvað um landið þar sem þeir eru nú svoldið á ferðinni.

Hins vegar rútubílstjórinn sem keyrði mig í bæinn fyrir viku síðan gerði það að verkum að ég missti andlitið (er enn að leita).

Hann vissi ekki um þjóðgarðinn - og hann var að keyra þar í gegn. Hann sem fór með túrista í gegnum þjóðgarðinn og stoppaði meðal annars á Djúpalónssandi.

Ég átti ekki til aukatekið orð.

Kristjón bróðir fór um daginn í fermingarferðalag í Vatnaskóg þar sem hann þrætti við prestinn um að það væri þjóðgarður á Snæfellsnesi.

Presturinn hélt nú ekki - væri sko enginn þjóðgarður á Snæfellsnesi. En Kristjón gaf sig ekki og var nú alveg viss þar sem systir hans væri nú að vinna í þjóðgarðinum!

Voðalega er fólk með á nótunum - þjóðgarðurinn er nú reyndar ungur, bara sex ára en halló!

Svo mynd af flotta steinvegginum sem sjálfboðaliðarnir gerðu.

Hákon getur stundum verið svoldið hættulegur og þurfum að setja hann í búr!

Neeee hann er öðlingsdrengur

Rebbi litli og Hákon, var seinasta daginn sem við heilsuðum upp á hann áður en hann fékk frelsið.

2 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Ég lenti einmitt í þessu þegar ég kíkti í heimsókn til þín frá grundó þarna í júní um árið ;)

Þrætti við ömmu og pabba hans atla um hvort að það væri þjóðgarður þarna, enda var ég mjög fegin að þú lést mig fá bæklinga til að "troða þeim í andlitið á þeim" um að þarna væri þjóðgarður

Linda Björk sagði...

já plús þú - svo langt síðan þú komst að ég var næstum því búin að gleyma þessu ;)