Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Hingað til hef ég alveg borið traust til rútubilstjóra, bæði að þeir kunni að keyra og viti nú eitthvað um landið þar sem þeir eru nú svoldið á ferðinni.
Hins vegar rútubílstjórinn sem keyrði mig í bæinn fyrir viku síðan gerði það að verkum að ég missti andlitið (er enn að leita).
Hann vissi ekki um þjóðgarðinn - og hann var að keyra þar í gegn. Hann sem fór með túrista í gegnum þjóðgarðinn og stoppaði meðal annars á Djúpalónssandi.
Ég átti ekki til aukatekið orð.
Kristjón bróðir fór um daginn í fermingarferðalag í Vatnaskóg þar sem hann þrætti við prestinn um að það væri þjóðgarður á Snæfellsnesi.
Presturinn hélt nú ekki - væri sko enginn þjóðgarður á Snæfellsnesi. En Kristjón gaf sig ekki og var nú alveg viss þar sem systir hans væri nú að vinna í þjóðgarðinum!
Voðalega er fólk með á nótunum - þjóðgarðurinn er nú reyndar ungur, bara sex ára en halló!
Svo mynd af flotta steinvegginum sem sjálfboðaliðarnir gerðu.
Hákon getur stundum verið svoldið hættulegur og þurfum að setja hann í búr!
Neeee hann er öðlingsdrengur
Rebbi litli og Hákon, var seinasta daginn sem við heilsuðum upp á hann áður en hann fékk frelsið.
föstudagur, ágúst 24, 2007
Birt af Linda Björk kl. 16:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Ég lenti einmitt í þessu þegar ég kíkti í heimsókn til þín frá grundó þarna í júní um árið ;)
Þrætti við ömmu og pabba hans atla um hvort að það væri þjóðgarður þarna, enda var ég mjög fegin að þú lést mig fá bæklinga til að "troða þeim í andlitið á þeim" um að þarna væri þjóðgarður
já plús þú - svo langt síðan þú komst að ég var næstum því búin að gleyma þessu ;)
Skrifa ummæli