BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Djúpalónssandur

Í sumar höfum við landverðir orðið vör við að fólk sé að fá sér sundsprett á Djúpalónssandi og einnig heyrt af því.

Nú seinast var það hópur af fólki sem kom á Djúpalónssand á sunnudaginn - ég sá þau með handklæði og sundfatnað. Ég náði tali af einum manni og spurði hvort hann ætlaði að fara að synda.

Fékk jákvætt svar frá honum og bað hann vinsamlegast um að fara ekki því þetta væri hættulegur staður þar sem væri sterkur straumur og ekki sniðugt að fara að synda þarna.

Því miður hlustaði hann eða hópurinn ekki á mig og fór samt.

Enn sem komið er hefur ekki orðið neitt slys - sem betur fer.

En eitt sem ég skil ekki er að hvar fær fólk þessar upplýsingar - að sniðugt sé að fara að synda í sjónum á Djúpalónssandi?

0 Mjálm: