IKEA
Alveg er ég búin að fá nóg af viðskiptum við IKEA - eða reyna að eiga viðskipti við þá. Fór í vikunni því ég hafði hugsað mér að kaupa sófaborð sem mér leist vel á. Þegar komið var niður á lager þá sá ég ekki umrætt borð og spyr lagermennina um það. Þeir fletta upp í tölvu og segja mér að sé von á nýrri sendingu eftir 12 vikur.
Alveg dæmalaust - þegar ég ætla að fara að kaupa eitthvað í þessari verslun er það sem ég ætla mér að kaupa aldrei til og alltaf þarf ég að bíða.
Held ég hafi ekki þolinmæði í 12 vikur.
Heyrði líka frá öðrum viðskiptavini að hann hafi líka verið dálitið pirraður vegna þess að það sem hann ætlaði sér að kaupa var heldur ekki til.
###
Annars er ég komin aftur á fagra Snæfellsnesið eftir frí í bænum. Styttist nú samt í annan endan á þessari veru minni hér - rétt vika eftir.
Varð eitthvað svo fegin í gærkveldi að vera ekki hér í september. Fannst nefnilega eitthvað svo drungalegt á Gufuskálum þegar ég gekk út í þvottahús.
Svo er skólinn bara að fara byrja aftur......
föstudagur, ágúst 24, 2007
Birt af Linda Björk kl. 12:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
You gotta love IKEA
Skrifa ummæli