Aumingji
Ég er hræðilegur aumingji!
Kom á gestastofuna í morgun og þegar ég var að opna þá tók ég eftir fugli sem lá á stéttinni. Hélt hann væri dauður og ákvað að setja hann aðeins í burtu þegar ég væri búin að gera það sem ég þurfti.
Meðan ég var að vesenast tók ég eftir því að fuglinn var lifandi, og reyndi ólmur að fljúga eða komast í burtu en var að öllum líkindum vængbrotin.
Ekkert hægt að gera fyrir fuglinn og ég get ekki hugsað mér það að taka lífið hans.
Í staðinn er hann búin að þjást greyið.
Flaug síðan annar fugl hérna inn í morgun - mariuerla, og kom alla leið inn á skrifstofu. Tókst nú að veiða þann fugl og koma honum út.
###
Erum með rebba litla í okkar umsjón, er óttalega sætur og skemmtilegt að fylgjast með honum.
Hér sést hann kíkja út
Hlýtur að vera í lagi að fara út...
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Birt af Linda Björk kl. 12:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Af hverju er Rebbi þarna?
ætlaru að taka hann heim? má ég fá hann :D ?
sorry búið að gefa rebba frelsi..... einhver refaskyttan veiddi mömmu hans þannnig að rebbi litli varð í okkar umsjá þanngað til honum var sleppt.
Skrifa ummæli