BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, september 26, 2007

Red & Yellow Trail

Jæja - áfram heldur Rúmeníusagan.

Daginn eftir þennan erfiða og langan dag var aftur haldið út - og í þetta skipti red trail.

Ég ákvað að fara með því fyrsta stopp var gestastofan fyrir þjóðgarðinn og mig langaði að sjá gestastofuna (visitor center).

Eftir þetta fyrsta stopp var haldið á staðinn þar sem gangan byrjaði en fyrst þó komið við á kaffihúsi þar sem margir fengu sér kaffi. En bara gangan þangað upp tók mikið á þrekið mitt og ég fann að ég hafði enga orku. Enda kannski ekkert skrýtið eftir að hafa ekkert borðað deginum áður og ekki búin að ná upp orkunni.

Ég var því eiginlega ákveðin að vera bara eftir á kaffihúsinu því ég vildi ekki vera að tefja hitt fólkið og var næsta viss um að ég mundi bara ekki komast á leiðarenda - langaði heldur ekkert til þess að vera svona veik eins og deginum áður.

Lét norska skiptilandvörðinn vita (landvörður sem var að vinna í Rúmeníu í mánuð)að ég ætlaði að verða eftir, en stuttu seinna sannfærði Florin rúmenski landvörðurinn mig um að koma minnsta kosti að þar sem byrjunin á gönguleiðinni væri sem ég og gerði.

Þessi ganga virtist vera mun betri en sú fyrri - bæði meiri upplýsingar, sáum hvað landverðirnir eru búnir að vera að gera varðandi gönguleiðina og fleira. Eftir að ég var komin þarna ákvað ég að halda smá lengra áfram en snúa við áður en yrði of erfitt.

En það kom líka að því að ég sneri við og tók minn tíma á niðurleiðinni að skoða upplýsingaskiltin og fleira. Þegar ég var komin á kaffihúsið þá var Florin komin þangað til þess að undirbúa kynningu sem hann ætlaði að hafa fyrir okkur. Það leið síðan ekki að löngu þar til fyrsta fólkið kom tilbaka.

Nema þessi ferð var ekki alveg áfallalaus - því enskur landvörður slasaði sig, sneri einhvern veginn upp á fótinn og þurfti að haltra niður.

Þegar komið var á yellow trail sem var þriðji útidagurinn þá var ég orðin mun hressari og gekk þá leið - enda ekkert val um það þar sem í þetta skipti enduðum við ekki á sama stað og við byrjuðum. En leiðin var ekkert brött og var bara mjög góð ganga og skemmtileg í gegnum skóg og svo í gegnum rúmenskt þorp. Greyið enski landvörðurinn sem slasaði sig deginum áður hafði ákvað að koma með og vissi ekki að við myndum ekki enda á sama stað og við byrjuðum á og því neyddist hann til þess að haltra alla leiðina. Þvílíkur dugnarðu.

Fyndnast fannst mér samt að þegar við vorum að ganga að kastalarústum að stuttu eftir að ég kom þangað þá birtist hann - hann er semsagt álíka hraður og ég þegar hann er haltur. hmmm....

Þessi ganga var líka fínn og endað í öðru visitor centri þar sem boðið var upp á local pulsur - voru frekar sterkar.

Þannig að hefði ég mátt velja og að sjálfsögðu vitað fyrirfram hvernig ferðirnar yrðu þá hefði verið best fyrir mig að byrja á rauðri, svo gulri og endað á bláau. Þá hefði ég sennilegast getað farið í þær allar.

En þetta var samt gott og skemmtilegt að vera svona úti og fá reynsluna og sjá umhverfið sem landverðirnir vinna í í Retezat þjóðgarðinum. Miklu skemmtilegra heldur en við hefðum verið inni allan tímann og bara fengið power point kynningu.

Virðist líka vera sammerkt með landvörsluna í Rúmeníu og á fleiri stöðum er ruslatínsla. Það var alveg ótrúlega mikið af rusli allsstaðar á leiðinni í göngunni og sígarettustubbum. Alveg sorglegt alveg hreint.

Reyndar sá maður líka í þorpunum og bæjum að yfir höfuð að sorphirða er eitthvað sem þarf að komast í betra horf hjá þeim. Svo virðist bara sem fólk setji ruslið bara út fyrir dyrnar hjá sér og ekki söguna meir.

2 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Þú ert bara Lukku Láki landvarðanna :D

Linda Björk sagði...

hva meinaru lukku láki??

var hann seinheppinn og ég þar af leiðandi líka?

hmm... held ég verði að fara lesa Lukku Láka aftur :)