BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, september 27, 2007

Matur í Rúmeníu

Það er ekki hægt að segja að hægt hafi verið að hrópa húrra fyrir matnum sem við fengum í Rúmeníu.

Á kvöldin þegar við komum á hótelið var "spennan" yfirþyrmandi hvað við mundum fá í matinn og hvort það yrði ætt.

Maturinn var meira segja svo skemmtilegur að einn Tékkinn tók mynd af disknum sínum :) - einum íslenskum landverði varð að orði að þetta væri eins og að borða krabbamein. Fannst það reyndar svoldið fyndið.

Það var mikið af svínakjöti sem við fengum, fyrsta kvöldið var líka svoldið spes. Fengum forrétt sem var eitthvað kjöt (sennilegast svínakjöt), eitthvað eins og sviðasulta og svo tómatar og hálfur hrár laukur.

Vorkenndi þó grænmetisætunum meira því þeirra matur var yfirleitt bara eins og okkar nema búið að taka kjötið frá og þá var voða lítið eftir. Seinasta kvöldið var til að mynda kjúklingur, hrisgrjón og sósa. Ég sat með einni grænmetisætu við borðið og þegar við fengum diskana þá grínuðumst við grænmetisætan á því að hún mundi fá alveg eins nema kjúklinginn.... and guess what. Það var það sem hún fékk.

Það var ekki annað hægt en að hlæja.
###

Að öðrum óspurðum þá er ég komin með rúm og mun sofa í rúmi í nótt heima hjá mér. En hef ekki sofið í rúmi heima hjá mér í heilt ár.

3 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Til lukku með að fá rúm

Nafnlaus sagði...

Uss, má maður má ekki láta svona ósmekklegheit um rúmenskan mat út úr sér og þá er það bara komið á netið. Eins gott að passa sig. :)

Linda Björk sagði...

hehehe - ég passaði mig á að nafngreina þig ekki en ert búin að því sjálfur ;)