Skólinn
Finnst alveg rosalega mikið af fólki á háskólasvæðinu - tala nú ekki um þegar ég fer í aðalbygginginguna. Heppin bara ef ég kemst áfram :)
Síðan er bara sjá hvort allt þetta fólk haldi út veturinn eða hvort þetta sé núna bara svona fyrst eftir að skólinn er að byrja.
Fór á aðalfund hjá nemendafélaginu hjá okkur áðan - var nú frekar fámennt en víst fleiri heldur en voru í fyrra. Búið að kjósa í nýja stjórn og lítu út fyrir að verði eitthvað félagslíf í vetur.
Verkefni hrúgast inn og ég er strax orðin eftir á og ekki enn farin einu sinni út ;) en hef það góðan kennara að hún sagði mér bara að skila þegar ég kæmi heim phewwww. En núna er ég búin að vera eyða skógunum með þvílíkum útprenti. Verð nefnilega að hafa með mér eitthvað lesefni.
Nóg af flugferðum og svo líka sex tíma lestarferð sem ég ætti að geta nýtt eitthvað að viti.
En jæja þá er það landvarðamyndin í kvöld svo bara skella sér í flugvél á morgun og halda til Búdapest.
en já - læra núna!
fimmtudagur, september 13, 2007
Birt af Linda Björk kl. 17:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli