Sveit í borg
Já margir vilja vera í hálfgeri sveit í borg - það er að segja að hafa mikið rými í kringum sig.
Eitthvað hafa borgaryfirvöld tekið þessu svoldið bókstaflega í hverfinu mínu - eða í götunni fyrir "ofan" götuna mína - þar sem ég tek strætó.
Skítalyktin þar er rosaleg enda búin að dreifa skít meðfram umdeilda hljóðmúrinum.
Í morgun þegar ég beið eftir strætó var ég að reyna að greina skítalyktina og hallast meira að kindaskít heldur en hrossaskít.
Lyktin minnir nefnilega meira á þegar maður fer í fjárhús frekar heldur en hesthús.
###
Þess má geta að ég fann út hvernig átti að prenta út af þessu word skjali sem ég var með svona mínútu eftir að ég skrifaði fyrra bloggið.
þriðjudagur, september 11, 2007
Birt af Linda Björk kl. 16:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli