Komudagur og Blue Trail
Það er sko ekki hægt að segja að hafi verið nein lognmolla í Rúmeníu og þetta byrjaði ekki vel hjá mér.
Þegar við komum á hótelið okkar í Hunedoara snemma morguns þá horfðum við upp á manneskjuna í móttökunni klúðra hlutunum. Sem endaði á því að ég fékk ekki single herbergið mitt :( - heldur endaði í herbergi með einni íslenskri sem ég var ekki sátt við því ég hafði pantað og borgað single herbergi.
Rúmensku landverðirnir sögðust ætla að redda málunum og með því fór ég upp í herbergi með draslið mitt, ég fór síðan aftur út en herbergisfélaginn lagði sig. Stuttu seinna kom ég aftur og fór í sturtu og svo í rúmið að leggja mig aðeins. Nema ég heyrði þegar herbergisfélaginn fór fram úr, opnaði glugga og fór svo út og læsti.
Þannig að ég var læst inni í herbergi.
Ekki hægt að opna innan frá nema með lykli.
Varð frekar pirruð en ákvað að gera ekkert í málunum strax og reyna að leggja mig, einhverju seinna fékk ég sms frá íslenska hópnum um að koma niður að ganga frá einhverju.
En þar sem ég var læst inni komst ég ekki eitt né neitt. Var ekki með gsm númerið hjá herbergisfélaganum og sendi því sms til Ástu og Guðrún Láru um að finna hana til þess að opna "fjandans" dyrnar. Já ég var pirruð.
Stuttu seinna kom svo Ásta og herbergisfélaginn og mér var hleypt úr prísundinni - með engan húmor fyrir því sem hafði gerst.
En um hádegið fékk ég herbergið mitt og var mjög ánægð.
Þetta var mánudagurinn - dagurinn sem fólk var að tínast inn allan daginn en þriðjudagurinn er eftir.
Seminarið var skipulagt þannig að við vorum mest úti - fólkinu var skipt í þrjá hópa, bláa, gula og rauða hópa sem áttu að fara í 3 mismunandi ferðir - blue trail, yellow trail og red trail.
Ég var í bláa hópnum og við byrjuðum á að fara í blue trail á þriðjudeginum. Farið var í Retezat þjóðgarðinn og áttum við að ganga að stærsta jökulvatninu þeirra.
Farið var á 2 litlum rútum og Ungverjarnir sem voru með okkur í hóp fylgdu á jeppanum sínum. Stór rúta komst nefnilega ekki þessa leið.
Rútuferðin tók 3 klukkustundir - langar. Það var sól á leiðinni og heitt og við vorum með ekkert að drekka - áttum ekki að fá vatnsflöskurnar fyrr en á leiðarenda. Við vorum komin á leiðarenda um 12 leytið á hádegi, flest sársvöng.
En nei borðað skyldi við jökulvatnið - þar var áningastaðurinn og upp héldum við. Mér gekk alveg vel fram af en var að spara smá vatnið því við vorum bara með hálfan líter.
Þegar við vorum hálfnuð var farið að draga verulega úr mér og eftir að hafa verið svona í miðju hópsins varð ég öftust - varð síðan smá hvíldarstopp þar sem við gátum fyllt á vatnið okkar úr læk einum. Vatnið þar var mjög gott.
En eftir hvíldina héldum við af stað aftur og það án þess að borða nestið og klukkan milli hálf tvö og tvö. En dróst ég aftur úr og enn meira en áður því lengst af sá ég ekki fólkið í hópnum. Reyndar voru miklar hæðir en þau voru alltaf farin á næstu þegar ég var komin upp eina.
En það kom að því að ég ældi :(
Hélt samt áfram og tókst loks að komast á áfangastað - ábyggilega hálftíma seinna en allir hinnir.
Tími til þess að borða nestið - en ég hafði enga lyst á því en reyndi að pina ofan í mig nokkrum brauðbitum og drakk hellings vatn.
Síðan fóru nokkrir eldhugar upp á topp á fjallinu sem guidinn í okkar hóp sagði að mundi bara taka klukkutíma en það urðu þó nokkrir eftir þar á meðal ég.
Þau voru í 2 klukkustundir og á meðan ældi ég öllu því sem ég hafði innbyrgt.
Þegar þau voru komin niður aftur höfðum við bara um 50 mínútur til þess fara niður að bílastæðinu því rúturnar áttu að sækja okkum klukkan sex. Það hafði tekið mig um 2,5 klukkustundir að ganga upp.
Ég að sjálfsögðu varð síðan seinust og guidinn með mér að reyna að reka mig áfram. Ég stoppaði ekkert á niðurleiðinni en það tók mig lengur en 50 mínútur :)
Jæja þegar að rútunni kom þá var strax smalað inn og við héldum af stað.
Eftir smá tíma í rútunni var mér ekki farið að líða vel og sagði við Soffíu sem sat við hliðina á mér að biðja um að stoppa rútuna og koma sér frá.
Þvílík viðbrögð - hef bara ekki séð annað eins - fór út en gat ekki ælt. Mér var boðið framsætið sem ég ákvað að þiggja til þess að vera fljótari út.
Rútan þurfti að stoppa síðan tvisvar í viðbót og beið meðan ég ældi lifur og lungum út - nema hin rútan stoppaði líka og ungverjarnir á sínum bíl. Vorum nefnilega í samfloti :)
Á leiðinni tilbaka tókst mér líka að dotta aðeins nema hrökk alltaf upp þegar ég missti hausinn á aðra hliðina. Rúmeninn sem sat við hliðina á mér hefur ábyggilega orðið eitthvað leiður á því vegna þess að hann bauð mér öxlina sína. Voða almennilegur.
En já rútan tók 3 klukkustundir tilbaka líka og við vorum komin á hótelið klukkan hálf tíu um kvöldið og ég frekar glær og hafði ekki lyst á kvöldmat.
Landverjurnar mínar voru svo sætar að þær fóru út í búð fyrir mig, keyptu epli, kók og súkkulaði. Píndi ofan í mig epli og við það hresstist ég svona svakalega.
En mér finnst þetta heldur rótæk aðferð til þess að vekja athygli á mér.
Það má segja Rúmenunum til hróss að þeir voru snöggir að bregðast við eftir þennan fyrsta dag og sáu að þetta gengi ekki og breyttu flestum leiðunum þannig að hina dagana vorum við að koma á hótelið um hálf sjö til sjö á kvöldin og í ferðinni sem við fórum þá settu þeir hópana í marga jeppa þannig að ferðin yrði ekki 3 klukkustundir.
Meira seinna og já komnar myndir í myndaalbúmið mitt!
þriðjudagur, september 25, 2007
Birt af Linda Björk kl. 07:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Sorry en LOL !!
mér varð svoldið skemmt við þessa frásögn, sé þig svo í anda læsta inn í herbergi og nett pirraða :D
en leiðinlegt samt að þú þurftir að æla lifur og lungum og láta alla hafa fyrir þér ;)
Skrifa ummæli