Rúmið mitt
Búin að klúðra rúminu mínu :(
Fór í bílskúrinn hjá pabba í dag og klárað að pússa þetta blessaða rúm og byrjaði svo á að bæsa það.
Alveg hrikalega ljótt.
Sendi svo pabba sms um að ég væri búin að klúðra hlutunum - hann kom þá hlaupandi út í skúr mér að óvörum því ég hélt að hann væri ekki heima. Allavega kallinn sagði mér bara að fara aðra umferð sem ég og gerði en verð sennilegast að fara 1-2 í viðbót.
Rúmið er full dökkt og dekkra en ég vildi hafa það oh well.
Það sem ég lærði af þessu er að næst mun ég ekki segja já við að fá bleikt rúm aftur. Það sem það er bæði leiðinlegt að pússa og ég hef bara engan tíma fyrir það.
###
Vika þangað til ég fer til Búdapest og svo til Rúmeníu jeeiii
Samnemendur mínir ætluðu að hittast í kvöld á tónleikum niður í skóla, núna sé ég mjög eftir því að hafa ekki drifið mig - svona getur maður verið bölvaður asni.
föstudagur, september 07, 2007
Birt af Linda Björk kl. 23:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli