BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, júní 30, 2007

Á toppnum

Komst á toppinn!


Tók hlutverk mitt mjög alvarlega og var seinust á toppinn á Snæfellsjökli á jónsmessunni en svo sem alveg eins og ég bjóst við. Á bara þessa einu mynd af mér á toppnum ásamt Hákoni en hann var ábyggilega búin að vera þar í klukkutíma áður en ég kom á toppinn. Vorum með talstöðvar með okkur og eina gagnið sem var af þeim þegar athugað hvar ég væri og til þess að hvetja mig upp ;)

Guðrún Lára tók video af mér þegar ég var að komast á toppinn - var að sjálfsögðu spurð af því hvernig væri að vera komin á toppinn - eina sem mér datt í hug að svara að ég nennti ekki að labba niður aftur!

En mikið búið að vera að gera, skyndihjálparnámskeið og vorum einhverja 4 tíma með fuglafræðingum um daginn sem var mjög skemmtilegt. Skoðuðum sjófuglana ásamt kríunni en þeir voru að skoða vörpin hjá þeim.

Dagskrá landvarða hefst um helgina og fyrsta ganga mín er á miðvikudaginn.

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð flott á toppnum.

kv
kiddi

Linda Björk sagði...

Takk fyrir það :)

Nafnlaus sagði...

Ertu viss um að maður segi vörpin ekki bara varpið ???

En til hamingju með áfangann, mín kannski farinn að leita að nýjum toppi !!!

Kvaðja
Ásta landvörður í afslöppun

Linda Björk sagði...

nei Ásta

er engan vegin viss hvort það sé vörp eða varp.

hmm... Snæfellsjökull dugar mér alveg í smá tíma