Skipta um dekk
Já það sprakk hjá mér - og það fyrsta daginn minn úti við. Sem betur fer var þetta í lok dagsins.
En
Þegar ég tók eftir því að það var sprungið hjá mér (gerðist ekki með hvelli) þá var fyrsta hugsun sú að það eina sem kæmi í veg fyrir að ég gæti þetta væri að ég gæti ekki losað rærnar. Því þær eru oft svo hertar að ekki er lifandi leið að ná þeim af. Byrjaði að sjálfsögðu að finna varadekkið og tjakkinn og svo var hafist handa.
Ekkert mál - rærnar næstum því fljúga af, allavega það tókst og var rosa ánægð. Því næst tekk ég tjakkinn og er svo ekki að fatta hvernig hann virkar. Leitaði meira segja af handbókinni í bílnum til þess að athuga hvort standi eitthvað þar um tjakkinn en er ekki. Hmm.... frekar hálvitalegt að fatta ekki hvernig þessi tjakkur er að virka... eftir smá klór í hausnum ákvað ég að hringja í pabba, bara svona til þess að láta hann vita hversu mikil auli ég er ;) - og með kannski von um að allir tjakkar séu eins og hann gæti gefið mér smá hint hvernig hann ætti að virka... en ljósið kom þegar ég var að tala við hann og opnaðist fyrir mér hvernig þetta væri allt saman.
Kveð þá kallinn eftir smá spjall og byrja á að tjakka upp bílinn og ríf dekkið undan. Ekkert mál
Því næst er að koma hinu dekkinu undir en þarf að tjakka bílinn upp meira svo dekkið passi... byrja á því að tjakk en oppsss.... tjakkurinn grefst bara í mölina og fer niður... þannig að bílinn lækkar. Reyni aftur en bara það sama gerist. Hætti því aðgerðum því ég er að missa bílinn niður og ekki gott að hann lendi á öxulinum. Hringi því næst í Hákon á gestastofuna til þess að fá einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert...hann stingur upp á spýtum til að setja undir en ekki nokkuð slíkt í nágrenninu. Dettur þá í hug að hringja í staðahaldarann á Gufuskálum þar sem ég er nú bara í næsta nágrenni (ástæðan fyrir gsm símasambandi)og athuga hvort hann getur bjargað mér með spýtur. Staðahaldarinn kemur á vettvang með þessar fínu spýtur - þrátt fyrir að ég hafi verið að trufla hann (var að steypa) og klárar að skipta um dekk fyrir mig.
Jamm kláraði þetta ekki ein :( en þar sem vegurinn fyrir jökul er hræðilegur (verið að undirbúa fyrir malbikun) þá á ábyggilega eftir að koma nokkrum sinnum fyrir í viðbót, sagði við kallinn á dekkjaverkstæðinu að við ættum örugglega eftir að koma oftar í sumar.
Þannig að ég hvet ykkur fólk ef þið komið á Snæfellsnesið í þjóðgarðinn að hafa varadekkið í lagi og keyra varlega.
föstudagur, júní 01, 2007
Birt af Linda Björk kl. 12:32
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
ég myndi þá líka mæla með að þú hafir nokkrar spýtur í öllum bílunum :)
jájá - það er á stefnuskránni að útvega okkur spýtur í fólksbílana - veit ekki hvort það þarf í jeppann :)
Skrifa ummæli