Í bænum
Jæja komin í bæinn í smá frí!
Þurfum víst annað slagið að fá svoleiðis - er samt farin að sakna pínku sveitarinnar og ég sem kom bara í dag.
Var þrátt fyrir það mjög ljúft að koma í íbúðina mína en þegar ég gekk svo út í búð í dag þar sem ísskápurinn minn er galtómur (erfitt að halda "heimili" á tveimur stöðum) þá fannst mér ekkert voða ljúft að ganga í steypunni innan um bílana og húsin!
Ekki ferska sveitaloftið!
Var líka mun skemmtilegra að hlaupa eftir rollum í gær í hrauninu heldur en ganga þessa vegalengd út í búð.
Jamm fór í smalamennsku í gær - reka rollur úr friðlandinu á Búðum. Var fyrst með girðingamanninum á sexhjóli þar sem við vorum að sækja ýmislegt rusl og ég hafði séð rollur innan girðingar þá fórum við í smalamennskuna eftir að við vorum búin að ná í ruslið.
Annars held ég að ég sé hætt að vera dekurbarnið hjá mömmu þar sem mér tókst ekki að bjóða mér í mat til hennar í kvöld.
fimmtudagur, júní 14, 2007
Birt af Linda Björk kl. 19:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli