Úti
Mér var hleypt út af gestastofunni í dag!
Þess í stað fékk ég að þræla ;) - tókum niður vörðu í dag, tilraun til að bjarga henni undan verktökunum sem eru að gera veginn. Hver steinn var merktur og myndaður og svo þurfti að bera þetta allt saman upp smá brekku og setja á pallinn á bílnum og flytja svo í geymslu. Voru um 105 steinar - og fimm steinar/hellur enn á staðnum þar sem var aðeins of þungt fyrir mig að bera. Verðum að leyfa Hákoni að bera smá ;)
Ekki nóg með að ég sé landvörður heldur er ég orðin ljósmyndafyrirsæta líka.... held það sé samt ekki í kjarasamningum.
þriðjudagur, júní 12, 2007
Birt af Linda Björk kl. 17:21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli