BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júní 01, 2007

Fleira

Jú það er meira búið að gerast heldur en að springa dekk hjá mér.

Á þriðjudagsmorgun tókum við Hákon á móti hópi krakka úr grunnskóla Snæfellsbæjar - held þetta hafi verið krakkar í 1-4 bekk. Komum í 3 hópum til okkar og hver hópur var um 30-35 krakkar. Sem betur fer voru 4 kennarar/leiðbeinendur með hverjum hóp. En þetta tókst vel hjá okkur :) - vorum með hópana um 30 mínútur og fórum með þá í tvo leiki. Fyrst áttu þau að finna fimm hluti sem eiga heima í fjörunni og fimm hluti sem ekki eiga heima í fjörunni og var þeim skipt upp í hópa. Einn strákur í hóp sem átti að finna fimm hluti sem ekki eiga heima í fjörunni varð frekar fúll og sagði að þau væru bara að vinna hahaha - fannst það frekar fyndið. Næsti leikur var vistkerfisleikurinn, tókst ekki vel með fyrsta hópinn (aðeins of ung sá hópur)en gekk vel í næstu tvo hópa sérstaklega í annarri umferð. Besta við það að kennurunum fannst þessi leikur góður og einn af þeim sagði að augu margra hafði opnast þarna :)


Náttúran


Eitt af föstum verkum hjá okkur er ruslatínsla, en í Skarðsvík er því miður gengið alveg rosalega illa um og nokkuð ljóst að þetta virðist vera helsti djammstaðurinn miða við brotnar flöskur og bjórdósir sem tínt er upp þar, bílastæðið við Írskrabrunn er síðan staður með öðrum hætti en þar tíndi ég upp þónokkra smokka og var það gert einnig í fyrrasumar.

Þó ánægjulegt að vita að fólk setur öryggið á oddinn!

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...


Gaman að heyra frá nesinu. Þar sem þetta er svo grænt og vænt með Green Globe var þá ekki hægt að endurvinna þá...það er smokkanna ?
HEHE
Kv. Ásta

Linda Björk sagði...

það er spurning Ásta. Kannski maður fari bara að taka þá til hliðar til þess að fara með í endurvinnslu :)