Tekur á
Það tekur á að keyra í gegnum þjóðgarðinn.
Verið er að vinna í og undirbúa að malbika Útnesveg sem er akkúrat vegurinn sem liggur í gegnum þjóðgarðinn. Efnið sem þeir nota í veginn er tekið úr þjóðgarðinum og finnst svo sárt að sjá stórar vinnuvélar vera að taka hóla og moka úr þeim og mala grjót og svo koma stórir haugar af möluðu grjóti við veginn. Og ég keyri þarna framhjá tvisvar á dag.
Það er líka hluti þess að vegurinn er slæmur fyrir jökul og fólk þarf að sjá til þess að varadekkið sé með og sé í lagi ;)
mánudagur, júní 11, 2007
Birt af Linda Björk kl. 13:19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli